sunnudagur, janúar 10, 2010

Gleðilegt nýtt ár!

Jæja þá er árið 2010 barasta komið, og meira að segja rúm vika síðan. Ég er mættur aftur hingað til Sendai eftir að hafa átt góðar stundir heima á Klakanum með vinum og ættingjum, borðaði alveg ógeðslega mikið og svaf vel þess á milli.

Bloggleti hefur alveg heltekið mig undanfarið sem má sjá af því að það eru liðnir tveir mánuðir frá síðustu færslu. Ég get nú reyndar reynt að nota það mér til afsökunnar að það hefur ekki mikið gengið á hérna undanfarið, ég hef bara verið upptekinn við að læra. Sú staða verður einnig uppi allavega næstu þrjár vikur eða svo því að í lok janúar eru inntökupróf í meistaranámið hérna og það er ýmislegt sem ég þarf að fara yfir áður en kemur að því.

Þið skulið því ekki búast við miklum fréttum héðan þangað til að inntökuprófunum loknum, en þá getum við séð til hvort ég geti ekki verið aðeins duglegri við að blogga.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

gl brói!

11 janúar, 2010 20:52  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim