fimmtudagur, október 28, 2010

Uppfærsla

Jæja, mér skilst að einhver ykkar séu orðin þreytt á skautaferðinni, svo ætli það sé ekki kominn tími á smá uppfærslu hérna.

Svo ég útskýri ástæðuni fyrir skorti á uppfærslum hérna þá er það einfaldlega bara leti. Bæði er leti við að uppfæra bloggið, en síðan er það líka leti við að gera eitthvað sem er þess virði að skrifa um. Þig verðið bara að taka orð mín trúanleg að það hefur ekki verið neitt slíkt frá því að farið var á skauta.

Meistaranámið hjá mér hófst í Apríl og síðan þá hefur verið alveg nóg að gera við námið og tengt því og ekki gefist mikill tími fyrir ferðalög eða slíkt. Síðan held ég að eftir að hafa búið hérna í tæpt ár (þ.e.a.s. þegar síðasta færsla var skrifuð, núna er það yfir eitt og hálf ár) þá er ég bara sestur inn í hversdagslífið hérna. Þetta er ekki lengur eitthvað ævintýri hinum megin á hnettinum sem ég er á, þetta er orðið bara hvuntagsleikinn. Ekki að það sé alsæmt, en það bara gefur manni ekki mikið að blogga um.

Ég geri ekki ráð fyrir að það verði mikið annað uppi á spilunum á næstunni, svo ég ætla ekki að lofa einhverju um að vera duglegari við að blogga. Hins vegar þá fór ég ásamt nemendum og kennurum í málvísindunum í árlegu rannsóknarferðina núna um síðustu helgi (getið rifjast upp ferðina frá því í fyrra hérna á blogginu líka) og ég lofaði mömmu og skella allavega inn nokkrum myndum hingað. Sú færsla er á leiðinni, kannski seinna í kvöld ef ég gef mér tíma, en mér fannst ég þurfa að skrifa smá færslu hérna sem inngang að því.

Í öðrum fréttum þá mun ég kíkja heim yfir jól og áramót og vonast ég til þess að hitta ykkur sem flest þá - ef það er þá ennþá einhver sem kíkir hingað.

4 Ummæli:

Blogger beamia sagði...

Jibbí! Nýjar færslur og myndir, mycket tack :) Við Valla verðum á Íslandi um jólin - það væri gaman að hafa nú loksins 6.X-kvöld...

29 október, 2010 05:56  
Blogger Mamma sagði...

Ég sá ekki þessa fyrri færslu - hélt að það væri ennþá skautaferðin. En gaman að sjá loksins blogglífsmark frá þér elsku sonur.

29 október, 2010 19:12  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Rosalega gaman að sjá nýjar myndir og heyra aðeins hvernig þú hefur það.

Annars er helst að frétta að ég og strákarnir erum orðnir miklir Naruto-aðdáendur. Láttu mig vita ef þú hefur leið framhjá einhverri mangabúð. Strákunum langar m.a. i naruto-"night cap". Ég er meira ero-sennin-týpan.

29 október, 2010 22:36  
Blogger Einar sagði...

Takk fyrir skilaboðin öllsömul.

Jú það væri vissulega gaman að hafa smá 6.X-hitting ef það gefst færi á því.

Varðandi Naruto þá fæst það bara úti í næstu bókabúð og nýjustu bækurnar fást líka í flestum sjoppum, þetta er það vinsælt hérna. Hins vegar er það undantekningarlaust á japönsku svo ég veit ekki hversu vel það myndi gagnast...

30 október, 2010 05:13  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim