þriðjudagur, september 26, 2006

Bissí

Já ég hef verið bara nokkuð bissí síðan ég lét síðast heyra í mér, kannski ég renni eldsnöggt yfir það sem hefur verið um að vera.

Á fimmtudaginn eftir prófið (sem ég btw fékk 8.45 á, og er frekar ósáttur með það) skrapp ég til Kyoto þar sem ég eyddi nokkrum klukkustundum í að rölta um aðal verslunargöturnar þar.

Föstudagurinn fór að mestu leyti í lestur fyrir prófin 2 sem ég tók í dag, mánudag. Ekki jafn merkileg próf og fimmtudagsprófið sem þurftu samt undirbúning.

Á laugardaginn fór ég til Kobe, í svokallaðan Sake Factory Tour, með 6 japönum og svo vorum við 4 skiptinemar. Þetta var samt ekki beint factory túr, það sem við gerðum var að fara í 3 sake söfn þar sem var farið í gegnum sakebruggun í sögulegu samhengi og fornar minjar tengdar því voru til sýnis. Síðan var boðið upp á smökkun á öllum stöðunum, og verð ég nú bara að segja að alvöru sake er barasta mjög gott.

Sunnudagur/mánudagur. Eftir hádegi á sunnudaginn fór ég til Okamoto fjölskyldunnar (home visit fjölskyldan ef þið hafið gleymt því), kom reyndar við í downtown Osaka fyrst á leiðinni þangað. Borðaði kvöldverð þar, nabe, gott stöff. Spjallað svo við Okamoto fjölskylduna og glápti á sjónvarpið þangað til klukkan var orðin 1. Ekki fór ég að sofa þá, því þá voru vinir Keishi loksins búnir í hlutastörfunum sínum og við fórum svo allir, ég, Keishi, Kasu og Shinji aka Banana í sentou sem var alveg frábært eftir að hafa ekki farið í bað í rúman mánuð, bara ljót sturta hérna á heimavistinni.
Síðan var haldið heim á leið kl 2, farið að sofa um 3, vaknað kl 5 til að horfa á fótbolta, Barcelona vs. Valencia í beinni. Leikurinn endaði í jafntefli 1-1 og var bara fínasta skemmtun. Að leik loknum var lagt af stað í skólann, en það er um 2klst ferðalag, og það var athyglisverð lífsreynsla að ferðast í japönsku lestunum á rush hour, alveg pakkað eins og síld í tunnu en samt heyrist ekkert nema hljóðið í lestinni, það er ekkert verið að eyða orkunni í blaður enda flestir sofandi.
Í skólanum voru svo 2 lítil og létt próf og uppúr hádegi hitti ég Aya (Ayu? Öyu? Finnstu ykkur ekki skrítin þessi tilhneyging okkur Íslendinga að fallbeygja erlend sérnöfn, svo framarlega sem þau bara líkjast íslensku, t.d. Aya kvk nafn sem endar á -a svo við fallbeygjum það eins og Anna eða Alma, en svo ef að nöfnin eru nægilega frábrugðin íslenskunni þá erum við ekkert að hafa fyrir því að fallbeygja þau.), speaking partnerinn minn, spjallaði við hana í smástund og fór svo heim og fékk mér verðskuldaðan blund.

Merkilegt þetta tempo á mér hérna í Japan, fyrst koma kannski nokkrir rólegir dagar sem fara í lærdóm og chill, en svo er eins og allt ætli að gerast í einu og tempóið fer í yfirgír.
En já þetta er nóg í bili, verið hress, ekkert stress, bless.

8 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér finnst reyndar fallbeyjingin ekkert skrýtin... ég hefði haft þetta svona ,,æjæj.'' haha

eða nei.

26 september, 2006 01:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hvernig fór ég að því að rústa nafninu mínu? hmm...

26 september, 2006 01:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

villutrúarlyklaborð

26 september, 2006 01:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra fréttir af þér litli bró, ekkert smá spennandi líf hjá þér þarna úti!
knús og kossar :*

26 september, 2006 05:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jæja þú hefur bara gert meira af þér þennan stutta tíma í japan en þú gerðir allt síðasta ár hérna heima. Já og meðan ég man ég held að þú eigir geisladisk hérna hjá mér:) hann er ekki svo rispaður enn.

26 september, 2006 11:24  
Blogger Ragna sagði...

Vá var að frétta að þú værir kominn til Japans. Ég bara stóröfunda þig, allt hljómar svo spennandi. Var að lesa um baðhúsið sem þú fórst í - heyrði um daginn e-n tala um það sem er kallað onsen, hefurðu prófað það?
kv. Ragnheiður Helga

28 september, 2006 01:11  
Blogger Einar sagði...

nei ég hef ekki ennþá farið í onsen, en það er á to-do listanum :)

28 september, 2006 15:32  
Anonymous Nafnlaus sagði...

World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
world of warcraft power leveling
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold
buy cheap World Of Warcraft gold e3c6y7zv

05 mars, 2008 04:12  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim