Rétta Formúlan
Jæja best að skrifa smá um formúluna. Eins og þeir sem fylgjast með henni vita þá sigraði Alonso hérna á Suzuka brautinni eftir að vélin sprakk hjá Schumi, og er jafnframt kominn með aðra hönd á meistaratitilinn, þó að hann neiti því nú sjálfur.
Hérna er smá listi yfir það í hvað ég eyddi helginni (laugardag og sunnudag):
Tími á brautinni: 9 klst
Um borð í lestum: 10 klst
Í strætó: 3 klst
Bið eftir strætó: 4 klst
Svefn: of lítill
Á laugardaginn þegar að tímatakan fór fram þá var ég kominn á brautina um 12, var síðan næsta klukkutímann að rölta um að skoða varninginn sem var í boði þarna og kíkja á Toyota, McLaren og Ferrari formúlubílana sem voru til sýnis þar. Um 1 leytið fór ég að huga að því að koma mér í stöðu fyrir tímatökuna sem hófst kl 2. Það var frekar stutt labb undir brautina að Dunlop beygjunni (kort af brautinni) þar sem ég fann mér ágætis sæti.
Kostir:
Hérna er smá listi yfir það í hvað ég eyddi helginni (laugardag og sunnudag):
Tími á brautinni: 9 klst
Um borð í lestum: 10 klst
Í strætó: 3 klst
Bið eftir strætó: 4 klst
Svefn: of lítill
Á laugardaginn þegar að tímatakan fór fram þá var ég kominn á brautina um 12, var síðan næsta klukkutímann að rölta um að skoða varninginn sem var í boði þarna og kíkja á Toyota, McLaren og Ferrari formúlubílana sem voru til sýnis þar. Um 1 leytið fór ég að huga að því að koma mér í stöðu fyrir tímatökuna sem hófst kl 2. Það var frekar stutt labb undir brautina að Dunlop beygjunni (kort af brautinni) þar sem ég fann mér ágætis sæti.
Kostir:
- Gat setið
- alveg upp við brautina
- stutt labb
Gallar:
- takmarkað útsýni
- hraður kafli svo maður sá bara bílana þjóta framhjá
Þó að ég flokki hraða kaflann sem galla þá var það ekki alsæmt, því að ásamt því að maður sat alveg upp við brautina þá fékk maður hraðann alveg beint í æð og hávaðinn var alveg magnaður, fékk gæsahúð í hvert skipti sem bíll þaut framhjá.
Var svo nálægt brautinni að maður sá vel mennina sem keyrðu silfurlituðu Mercedes Benz öryggisbílana, fyrstur fór "ossan" eins og Japanirnir sem sátu fyrir aftan mig kölluðu hann, en það mætti þýðast sem "afi gamli" en sá ökuþór var einmitt vel silfurhærður. Næstur kom "gæ-djinn" eða "útlendingur", þ.e.a.s. hvítur maður. Það sem ég sé einna helst eftir er að hafa ekki náð myndum af þessum tveim ökuþórum, en myndavélin var ekki uppi þegar að þeir rúlluðu framhjá.
Svo hófst loksins tímatakan þar sem ekkert óvænt gerðist, Bridgestone rústaði henni og minn maður Kimi Räikönen gat ekki kúk frekar en fyrri daginn. Helsta spennan var hvort að það færi að rigna en undir lok tímatökunnar voru stór og dimm ský yfir brautinni, en það hélst þurrt.
Stuttu eftir tímatökuna þá hófst tímataka í Formula Integra, en það eru hálfgerðir fólksbílar og eftir formúluna þá líktust þeir einna helst Mözdunni okkar heima (já við fallbeygjum víst orðið Mazda líka) svo að ég nennti ekki að hanga þar lengi og hélt heim á leið.
Sunnudagur. Var aftur kominn á brautina um 12 leytið, kom stutt við í einni verslun og keypti mér minjagrip, lítinn blævæng sem á stendur Japanese Grand Prix - 20 Years - Suzuka Circuit. Það stendur á honum því þetta var einmitt í tuttugasta skipti sem kappaksturinn er haldinn á Suzuka brautinni, og jafnfram það síðasta, því að á næsta ári fer japanski kappaksturinn fram á Fuji Speedway.
Svo lagið ég af stað í áttina að áhorfendastæðunun, en í staðinn fyrir að fara aftur í Dunlop beygjuna þá lagði ég af stað í áttina að Skeiðarbeygjunni, en hún var einmitt eins langt í burtu og hugsast gat svo það tók smá stund að rölta þangað og mikil fólksþvaga á leiðinni. En ég komst loks á leiðarenda og tók mér stöðu þar sem ég sá vel þegar að bílarnir komu að Skeiðarbeygjunni og fóru inn í hana.
Kostir:
Var svo nálægt brautinni að maður sá vel mennina sem keyrðu silfurlituðu Mercedes Benz öryggisbílana, fyrstur fór "ossan" eins og Japanirnir sem sátu fyrir aftan mig kölluðu hann, en það mætti þýðast sem "afi gamli" en sá ökuþór var einmitt vel silfurhærður. Næstur kom "gæ-djinn" eða "útlendingur", þ.e.a.s. hvítur maður. Það sem ég sé einna helst eftir er að hafa ekki náð myndum af þessum tveim ökuþórum, en myndavélin var ekki uppi þegar að þeir rúlluðu framhjá.
Svo hófst loksins tímatakan þar sem ekkert óvænt gerðist, Bridgestone rústaði henni og minn maður Kimi Räikönen gat ekki kúk frekar en fyrri daginn. Helsta spennan var hvort að það færi að rigna en undir lok tímatökunnar voru stór og dimm ský yfir brautinni, en það hélst þurrt.
Stuttu eftir tímatökuna þá hófst tímataka í Formula Integra, en það eru hálfgerðir fólksbílar og eftir formúluna þá líktust þeir einna helst Mözdunni okkar heima (já við fallbeygjum víst orðið Mazda líka) svo að ég nennti ekki að hanga þar lengi og hélt heim á leið.
Sunnudagur. Var aftur kominn á brautina um 12 leytið, kom stutt við í einni verslun og keypti mér minjagrip, lítinn blævæng sem á stendur Japanese Grand Prix - 20 Years - Suzuka Circuit. Það stendur á honum því þetta var einmitt í tuttugasta skipti sem kappaksturinn er haldinn á Suzuka brautinni, og jafnfram það síðasta, því að á næsta ári fer japanski kappaksturinn fram á Fuji Speedway.
Svo lagið ég af stað í áttina að áhorfendastæðunun, en í staðinn fyrir að fara aftur í Dunlop beygjuna þá lagði ég af stað í áttina að Skeiðarbeygjunni, en hún var einmitt eins langt í burtu og hugsast gat svo það tók smá stund að rölta þangað og mikil fólksþvaga á leiðinni. En ég komst loks á leiðarenda og tók mér stöðu þar sem ég sá vel þegar að bílarnir komu að Skeiðarbeygjunni og fóru inn í hana.
Kostir:
- Gott útsýni
Gallar:
- Langt labb
- engin sæti, þurfti að standa allan tímann
- frekar langt frá brautinni
Þannig að þetta var aðeins öðruvísi upplifun en á laugardaginn. Það var svosem ekki mikið mál að standa þarna í 2 klst, en eftir 30 mínútna labb að strætóröðinni og 2 klst bið í þeirri röð þá var ég nú orðinn frekar þreyttur.
Annars má geta þess að það gerðist lítið í sjálfum kappakstrinum, sprungin vél hjá Schumi og sprungið dekk hjá Massa var það helsta. Ég vissi ekki einu sinni af atvikinu hjá Massa fyrr en ég var kominn heim og las um það á netina því það eina sem maður hafði þarna á brautinni til að fylgjast með keppninni að öðru leyti en því sem maður sá var hátalarakerfi, með japönskun þul auðvitað, þannig að ef ég var nógu heppinn að heyra það sem hann sagði (maður heyrir ekkert í kerfina þegar að bílar eru að keyra framhjá) þá tók við vandamálið að skilja það sem hann sagði, en einhvernveginn vildi nú svo til að ég bæði heyrði og skildi það þegar að vélin hjá Schumi sprakk. Svo var líka smá spenna í startinu, sérstaklega þegar að Alonso var að taka fram úr Trulli en það þarf vel hugrakkan mann til þess, og óttaðist ég nú um Alonso þegar að það átti sér stað.
Fyrir utan þetta þá gerðist lítið sem ekkert í sjálfri Skeiðarbeygjunni, einhver plebbi sem ég man nú ekki einu sinni hver var sneri bílnum lítillega undir lokin en gat auðveldlega haldið áfram. Síðan var athyglisvert að sjá hvernig Barrichello át uppi Super Aguri bílana í byrjun eftir að hann hafði misst framvæng í byrjun og lent fyrir aftan þá, en Barrichello ekur einmitt á Honda bíl og Honda rekur einnig Super Aguri liðið.
Nokkrir molar:
Annars má geta þess að það gerðist lítið í sjálfum kappakstrinum, sprungin vél hjá Schumi og sprungið dekk hjá Massa var það helsta. Ég vissi ekki einu sinni af atvikinu hjá Massa fyrr en ég var kominn heim og las um það á netina því það eina sem maður hafði þarna á brautinni til að fylgjast með keppninni að öðru leyti en því sem maður sá var hátalarakerfi, með japönskun þul auðvitað, þannig að ef ég var nógu heppinn að heyra það sem hann sagði (maður heyrir ekkert í kerfina þegar að bílar eru að keyra framhjá) þá tók við vandamálið að skilja það sem hann sagði, en einhvernveginn vildi nú svo til að ég bæði heyrði og skildi það þegar að vélin hjá Schumi sprakk. Svo var líka smá spenna í startinu, sérstaklega þegar að Alonso var að taka fram úr Trulli en það þarf vel hugrakkan mann til þess, og óttaðist ég nú um Alonso þegar að það átti sér stað.
Fyrir utan þetta þá gerðist lítið sem ekkert í sjálfri Skeiðarbeygjunni, einhver plebbi sem ég man nú ekki einu sinni hver var sneri bílnum lítillega undir lokin en gat auðveldlega haldið áfram. Síðan var athyglisvert að sjá hvernig Barrichello át uppi Super Aguri bílana í byrjun eftir að hann hafði misst framvæng í byrjun og lent fyrir aftan þá, en Barrichello ekur einmitt á Honda bíl og Honda rekur einnig Super Aguri liðið.
Nokkrir molar:
- Stuðningsmenn Ferrari voru fjölmennir þarna eins og alls staðar, en stuðningsmenn Super Aguri (langlélegasta liðið) voru ekki mikið færri, enda er það japanskt lið (í eigu Honda) og báðir ökumennirnir eru japanskir svo það er alveg skiljanlegt.
- Mikið af kvenfólki var meðal áhorfenda, mun fleiri en á Nurburgring í fyrra, sem kom mér nokkuð á óvart í hinu annars karlremburíkjandi þjóðfélagi.
- Mikið af ungu fólki á mínum aldri á meðal áhorfenda, og einnig foreldrar með unga krakka í för. Greinilegt að þetta er ein útfærsla á gamla góða sunnudagsbíltúrnum.
- Áhorfendur voru um 160.000 talsins.
- bæti við fleiri molum hérna þegar þeir rifjast upp fyrir mér...
Svo smellti ég af alveg slatta af myndum, flestar alveg hörmulegar, en vonandi eru einhverjar ágætar, ég skelli þeim upp hérna svona þegar ég nenni.
Í öðrum fréttum: 1 dead, 1 injured after festival float crashes into house
Þetta gerðist þar sem Okamoto fjölskyldan býr, þau buðu mér þangað og ég hefði líklega verið þarna ef að það hefði ekki verið fyrir formúluna. Svona er þetta.
En já, nóg í bili, ég bæti við myndum bráðlega, og fleiri fréttum þegar þær rifjast upp fyrir mér.
P.S. Breytti úr "align left" í "justify full", hvað sem það heitir nú á íslensku, til þess að sé vonandi auðveldara að lesa þetta. Blogger kvartar þá reyndar yfir einhverjun html error, en ég sé ekkert að þessu í Firefox svo ég læt reyna á þetta. Tjáið ykkur um þetta ef það er þörf á því.
2 Ummæli:
Vííí...
Gaman hjá þér!
annars var ég að búa til eitt blogg
í viðbót
meira rugl en hitt vonandi...
Þó að ég flokki hraða kaflann sem galla þá var það ekki alsæmt, því að ásamt því að maður sat alveg upp við brautina þá fékk maður hraðann alveg beint í æð og hávaðinn var alveg magnaður, fékk gæsahúð í hvert skipti sem bíll þaut framhjá.
burlington coat factory tailor ,
factory sewing ,
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim