fimmtudagur, október 28, 2010

Vísindaferð 2010 - föstudagur

Já eins og ég minntist á í síðustu færslu þá var farið í árlegu vísindaferðina hjá málvísindunum núna um síðustu helgi. Í ár var farið norður til Aomori "Prefecture", nyrst á Honshu, aðaleyjunni í japanska eyjaklasanum, til Towada stöðuvatnsins sem er tólfta stærsta stöðuvatnið í Japan ef ég man rétt.

Ég hugsa að ég geri eins og í fyrra og skipti færslunum niður eftir dögum svo þetta verði viðráðanlegra, svo hér á eftir kemur fyrst föstudagurinn, og eins og áður þá reyni ég að segja söguna sem mest í myndum.

Yfirleitt er bara farið á bílum kennarana, en í ár voru svo margir með í för (32 stykki í allt) að við vorum 8 sem fengum/neyddumst til að fara með lest (og rútu síðasta spölinn). Að mörgu leyti var það skemmtilegra heldur en að fara með bíl, en jafnframt mun tímafrekara nema auðvitað að maður splæsi í hraðlestina.


Vaknaði kl. 6, mættur út á stoppistöð kl. 7 og um borð í strætó stuttu síðar þar sem ég hitti annan meðlim í lestarhópnum sem tók þessa mynd af mér.


Mætt á aðalbrautarstöðina í Sendai.


Og komin um borð í fyrstu lestina. Áttum að vera átta en eins og sést þá erum við bara sjö þarna (sex á mynd plús myndatökumaður). Einn meðlimur svaf yfir sig.


Á leið í ferðalag!


Eftir einn og hálfan tíma um borð í fyrstu lestinni og klukkutíma bið þá var loksisn farið um borð í næstu lest.
"Sérðu ekki hvítan blett í hnakka mínum, Garún, Garún?"


Hittum hóp af krökkum á leið í lautarferð.
"Þetta er annað skiptið sem ég ferðast með lest!"


Þriðja lestin og verið að gæta sér á japönskum "bento" matarbakka en það er mikil menning bundin við að borða svoleiðis um borð í (langferðar) lestum hér í Japan.


Gafst meira að segja tími til að spila Svarta Pétur.


Mætt til Towada Minami, nálægustu lestarstöðinni við Towada vatn, og beðið eftir rútu. Orðin átta þarna. Svefnpurrkan hoppaði um borð í hraðlestina og náði í skottið á okkur.


"Here's Johnny!" - einn hress um borð í rútunni.


Loksins komin til Towadavatns eftir níu klukkutíma ferðalag.


Ef það er eitthvað að marka Wikipedia þá er Towadavatn rúmir 60 ferkílómetrar, eða svipað Blöndulóni að stærð.


Loksins allir mættir á staðinn og sestir við kvöldverðarborð.


Ósköð hefbundið menu á japönsku gistiheimili.


Hressir!


Íslenska Brennivínið var auðvitað með í för.
Það heyrir til að útskriftarnemar eru með fyrirlestra eftir kvöldmat í þessum vísindaferðum, en aðallega er þetta nú bara afsökun til þess að skreppa í smá ferðalag, njóta náttúrunnar og síðan drekka vel um kvöldið.


Alltaf jafn vinsæll meðal kvenfólksins.


Armbeygjukeppni klukkan tvö að nóttu.


Uppgefin.


Viðureign númer þrjú (ef ég man rétt.)


Another one bites the dust.


Ég hugsa nú að stúlka í góðri þjálfun réði við mig...


...en ekki í þetta sinn.


Dömuflokkur.

Að lokum er hérna stutt myndband frá armbeygjukeppninni:

2 Ummæli:

Blogger Mamma sagði...

Loksins kom að því að fá nýtt efni á bloggið - frábært að sjá allar þessar skemmtilegu myndir. Þetta hefur greinilega verið skemmtileg vísindaferð og til hamingju með sigurinn í armbeygjukeppninni.

29 október, 2010 18:32  
Anonymous Gunna sagði...

Ooooh mamma var að segja mér að það væri líf hér aftur - mikið er ég glöð! Þú ert greinilega að njóta lífsins þarna úti og gaman að sjá þig taka alla í armbeygjukeppni :)

06 nóvember, 2010 00:02  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim