laugardagur, október 30, 2010

Vísindaferð 2010 - laugardagur og sunnudagur

Eftir mikið fjör kvöldið áður þá var skriðið framúr rúminu á laugardagsmorgni og farið í smá 'sightseeing'.


Hópmynd. Vantar reyndar nokkrar svefnpurrkur inn á hana.


Á rölti um bæinn.


Séð út á Towadavatn.


Síðan stigu sumir um borð í bát og tóku þessa mynd af bænum.


Og náttúrunni.


Haustlitirnir.


Í labbitúr meðfram Oirase ánni sem reyndist lengri og meiri áreynsla (10km, 3klst) en reiknað var með.


En það var mikið um fossa


og annað fallegt að sjá.


Ein mynd spes fyrir Simma: curry í hádegisverð.


Upphaf Oirase þar sem hún rennur úr Towadavatni.


Mætt um borð í bát á leið aftur til gistiheimilisins.


Þreytt en glöð eftir daginn.


Um kvöldið tók við það sama og kvöldið áður: kvöldverður, fyrirlestrar og síðan spjall og drykkja. Sumir skemmti sér líka við að spila Uno.


Stúlkurnar eru að mynda AA með fingrunum, sem er hæsta einkunnin. Aldrei að vita nema það virki.


Aðrir einbeittu sér að drykkjunni.


Hörkutólin sjö sem entust lengst fram á nótt.


Verið að bursta tennurnar eldnsmema á sunnudagsmorgni, enda beið okkur langt ferðalag aftur heim til Sendai.


Tókum okkur samt tíma til að koma við á fiskimarkaði í Hachinohe þar sem hægt var að leigja grill og malla sér á staðnum.


Um borð í lest á heimleið. Flest alveg uppgefin, en einn alveg eldhress.

Svona lauk síðan vísindaferinni þetta árið. Hvert ætli verði farið á næsta ári? Ætli maður verði samt ekki að reyna að uppfæra bloggið svona einu sinni eða tvisvar áður en kemur að þeirri sögu.

2 Ummæli:

Blogger Mamma sagði...

Þetta hefur nú verið meira ferðalagið og mikið svakalega er fallegt þarna. Það er nú alveg frábært að fá allar þessar myndir.

Já, ég ætla bara að vona að þú gefir þér tíma til að blogga fleiri en tvær færslur áður en kemur að næstu vísindaferð.

01 nóvember, 2010 18:36  
Anonymous Gunna sagði...

Ég ætla að segja það með mömmu, ég vil endilega fá sem flestar færslur! Jafnvel þótt þær séu bara um eitthvað hversdagslegt þá finnst okkur það stórmerkilegt hérna hinum megin á hnettinum :)

07 nóvember, 2010 00:26  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim