fimmtudagur, mars 29, 2007

[Korean Box Office] Hollywood Films Dominate In March

http://www.twitchfilm.net/archives/009513.html

Þetta er nú ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að eins mikið og ég skammast mín fyrir það þá átti ég þátt í þessari drottnun Hollywood. Jú, ég fór nefninlega og kíkti á myndina 300 þegar ég var staddur þarna í Kóreu og var verð ég bara að viðurkenna að hún var alveg ágætis skemmtun, en eins illa og mér er nú við að styrkja Hollywood-djöflana þá vildi hún Young-a sem fór með mér í bíó alveg endilega sjá hana. Nú er bara að bíða eftir Sin City 2 & 3...

Ákvað að smella þessu upp hérna fyrst ég rakst á þessa frétt, restin af ferðasögunni kemur vonandi síðar, en eftir að ég koma heim frá Kóreu þá hef ég verið alveg einstaklega þreyttur og einfaldlega ekki nennt einu né neinu.

laugardagur, mars 17, 2007

Miðannarprófin búin...

...farinn til Kóreu

fimmtudagur, mars 01, 2007

Mars

Já það er barasta kominn mars, og ég hef bara eitt við því að segja: ert'ekk'að fokkin djóka?
Hvert hurfu janúar og febrúar? Og munu þessir 3 stuttu mánuðir sem ég á eftir hérna hverfa jafn fljótt?

Annars ætlaði ég nú bara að láta vita af mér, að ég væri enn á lífi og svona. Eitthvað að frétta héðan? Ekki baun, bara lærdómur Ég leyfi mér að vitna í færslu hérna fyrir nokkru: "...ekki láta ykkur bregða þó þið heyrið ekkert meira frá mér fyrr en um miðjan maí þegar prófunum lýkur."

Bless í bili (en kannski ekki alveg þangað til í maí).