laugardagur, maí 30, 2009

Drykkur og söngur

Í gær var haldið út á lífið með málvísindapakkinu. Fyrst var haldið á veitingastað þar sem var lagt í góðan mat og all-you-can-drink. Ég held því reyndar fram að ég hafi klúðrað málunum all verulega fyrst ég gat ennþá staðið í lappirnar eftir að tíminn var liðinn. Eftir það var farið í karoke og sungið fram á rauða nótt.
Ég skelli hér inn nokkrum myndum af atburðum gærkvöldsins - allavega þeim myndum sem óhætt er að birta.




Með bjór í annarri og yakitori í hinni eins og Johnny Naz myndi segja


Glatt á hjalla


Imamura (fyrir miðju) með signature pósuna sína


Allt búið!


Lagavalið er mikilvægt




Hvað ætli ég sé að syngja þarna. Kannski Bohemian Rhapsody...


Sumir eru veikari en aðrir...


Mættur upp á borð

miðvikudagur, maí 27, 2009

Miðnæturnúðlur og ritgerðarskrif

Núðlur:


Ritgerðarskrif:

föstudagur, maí 22, 2009

Have a break, have a Kit Kat

Free Image Hosting at www.ImageShack.us

Á myndinni hérna má sjá hluta af Kit Kat sælgæti sem ég hef leitað uppi hérna í Japan til að bragða á. Ef við byrjum frá vinstri þá er þar epla-edik, síðan kemur venjulegt Kit Kat, hvít ferskja, gul ferskja, og lengst til hægri er sítrónu-edik, grænt te, og síðast "rósar"-bragð. Japanirnir eru nefninlega mikið fyrir hinar ýmsu Kit Kat bragðtegundir, og þetta er bara örlítið brot af því sem er til/hefur verið til hérna í Japan.
Aðalástæðan fyrir því að ég er að þessu - þó að það sé vissulega gaman að bragða hinar ýmsu tengundir - er sú að ég er að leita að hinu "ultimate" Kit Kat. Klassíska Kit Kattið er vissulega gott á stundum en það kemur fyrir að einhver önnur bragðtegund toppar það, og jafnvel allt annað súkkulaði líka. Sem dæmi má nefna Kit Kat Caramac sem var til um skeið heima á klakanum fyrir nokkru árum og var alveg unaðslega gott, en því miður var það bara framleitt í takmörkuðu upplagi og veit ég ekki til þess að það sé fáanlegt neins staðar í heiminum um þessar mundir. Önnur eftirminnileg bragðtegund var grænt te - en þó ekki það sem er á myndinni - það var einhverju öðru blandað við sem ég man ekki hvað var, og veit ég ekki til þess að það sé fáanlegt hérna lengur, en það var einmitt frá Japan.
Leitin að hinu "ultimate" Kit Kat sem er fáanlegt nú á dögum heldur því áfram. Ég komst ansi nálægt því um daginn þegar ég bragðaði á "custard pudding" Kit Kat (óþarfi að benda á að custard og pudding séu það sama, spyrjið Japanana út í það) sem var alveg þrusu-gott - það gott að ég át það upp til agna og er því ekki á myndinni - en samt kannski ekki alveg toppurinn.
Leitin - eða kannski réttara sagt ævintýrið - heldur því áfram.

sunnudagur, maí 17, 2009

Aoba hátíðin

Í gær og í dag er í gangi ein stærsta hátið ársins hérna í Sendai, Aoba hátíðin (fyrir smá bakgrunn þá er hægt að kíkja hingað). Í gær fór ég niður í miðbæ og kíkti á stemminguna og það helsta sem var í gangi í gær var svokallaður suzume odori (e. sparrow dance; í. þrastardans held ég, er ekki vel að mér í fuglaheitum). Hér fyrir neðan er myndband sem ég tók þegar að lætin voru sem mest, og eins nokkrar myndir frá því í gær.




Fólk að dansa


Afi gamli að berja á trommu


Ég og Park að pósa með gaur dressaðan í búning Date Masamune, stofnara Sendai


Stórir og þungir timburvagnar (e. floats) sem voru til sýnis í gær og verður ekið um strætin í dag


Væri gaman að fara að kíkja á það en það er leiðinda rigning úti svo ég veit ekki hvort ég nenni út úr húsi...

sunnudagur, maí 10, 2009

Þá árið er liðið...

Þegar þetta er skrifað er ég að glápa á Formúlu 1 í sjónvarpinu. Í þetta sinn er kappaskturinn á Spáni, nánar tiltekið Barcelona, og ég get ekki varist því að minnast æðislegri ferð okkar pabba á spænska kappaksturinn fyrir rétt rúmu ári síðan.
Síðan þá hefur líka margt annað gerst. Það var um þetta leyti fyrir ári síðan að ég byrjaði að undirbúa umsóknina mína fyrir styrkinn sem ég er nú á, og ferlið við umsóknina var langt og strangt og þurfi ég meðal annars að skjótast heim úr miðju sumarfríi í Danmörku fyrir viðtal í tengslum við það.
Ég fór síðan í fyrsta sinn til Ameríku í ágúst, var þar viðstaddur brúðkaup vinkonu minnar og átti síðan nokkra frábæra daga með Stebba Þór í New York.
Ég lauk loks lokaritgerðinni minni við HÍ eftir mikið streð (og slef) þó að útskriftin sjálf sé reyndar ekki fyrr en núna í Júni. Þið fyrirgefið þó ég bjóði ekki til útskrifarveislu - nema kannski fyrir þá sem leggja það á sig að koma alla leið hingað, við getum séð til með það.
Ég varð frændi enn einu sinni þegar Katla Kristín Kristinsdóttir kom í heimin fyrir tæpu ári ef mér skjátlast ekki. Síðan þá hefur hún stækkað alveg alltof mikið, og ég hugsa að það sem ég sakna mest af Klakanum séu fimmtudagsheimsóknirnar hennar og Tedda.
Mamma hætti í vinnunni sinni (alveg rétt í tæka tíð held ég að megi segja), og er víst byrjuð í nýrri vinnu. Vonandi fílar hún sig vel þar.
Einar frændi og Helga hafa tekið Smáraflötina alveg í gegn og eru nýflutt þangað inn að ég heyri. Ég vona að þau eigi eftir að eiga margar góðar stundir þar.
Helgi brói byrjaði í MR, en sinnir náminu kannski ekki alveg jafn vel og maður hefði vonað. Allavega er það tilfinningin sem ég fæ. Kannski var ég alveg eins og hann þegar ég var í MR.
Simmi sneri aftur á skólabekk og byrjaði í ensku í háskólanum. Vona að hann plummi sig þar. Þegar ég byrjaði á fyrsta ári í enskunni við HÍ 2005 þá hafði ég ekki hugmynd um hvað ég yrði staddur nú í dag, þannig að hver veit nema að námið leiði hann líka á nýjar slóðir.
Jonni bróí byrjaði í nýrri vinnu (verð reyndar að viðurkenna að ég er ekki alveg viss með tímaröðina á því, tíminn flýgur stundum svo hratt að það gæti alveg verið að það hafi verið fyrir meira en ári síðan). Ég vona að þau hafi það öll gott þarna í Lundi, þó að krakkarnir séu reyndar að stækka alltof hratt.

Ég er nú örugglega að gleyma einhverju, en það hefur vissulega ýmislegt gert á þessum stuttu 12 mánuðum. Hver veit hvar maður verður staddur að örðum 12 liðnum.

Ég vona að þið fyrirgefið mér að bregða aðeins út af vananum hér á þessu bloggi og leyfi mér að skrifa um annað en fréttir af lífi mínu hér í Japan. Ég lofa að það verður ekki meira af þessu í bili - ætli það verði ekki ágætt að koma með annan póst um þetta eftir svona ár og geta þá litið um öxl og rifjað upp þessa færslu.

föstudagur, maí 08, 2009

Gullna vikan

Núna í vikunni var það sem Japanir kalla Gullnu vikuna (e. Golden Week) þar sem koma þrír lögbundnir frídagar í röð og er lengsta frí ársins fyrir vinnandi Japana.
Ég nýtti tækifærið (og þann tíma sem ég mátti taka mér frí frá náminu) og ferðaðist aðeins um, eins og eflaust svon 90% Japana. Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók á ferðalögunum.

Matsushima - 260 smáeyjar, eitt af svokölluðum "Three Views of Japan" túristapleisum og á að vera alveg rosalegt, en nær ekki alveg að lifa upp hypeið.


Mannhafið á leið á haf út. Ég bjóst nú satt að segja við meiri örtröð.


Gengið - ég, Kseniya og Park komin út á bát




Það var mikið sport hjá túristunum að henda rækjusnakki aftur úr bátnum í fuglagerið sem sveimaði á eftir honum.





Yamadera - hof í fjallshlíð. Reynir svolítið á að labba upp endalaus þrep á leiðinni upp fjallshlíðina.


Fjallshliðin og hlutar af Yamadera sem sjást.






Útsýnið efst uppi


Myndir héðan úr Sendai:


Frá Hirose ánni sem rennur mitt í gegnum Sendai. Erfitt að trúa því að þetta sé bara 10 mínútur (á hjóli) frá miðbæ milljón manna borgar.


Grafreitur Date Masamune, stofnara Sendai.


Trévirkið á grafhvelfingunni. Þarf að spyrja Simma hvort hann geti skellt einhverju svona saman.

Þetta var nú allt í bili. Núna er síðan komin helgi aftur, spurning hvað maður eigi að taka sér fyrir hendur...