þriðjudagur, ágúst 25, 2009

Meiri hátíð og flugeldar

Á fimmtudaginn síðasta þá var hátíð með öllu tilheyrandi; matarbásum, kertafleytingum, og flugeldasýningu; í bæjarhluta ekki mjög langt frá skólanum þannig að eftir að hafa verið dugleg að læra í skólanum yfir daginn þá skruppum við nokkur þangað síðla dags til að upplifa stemminguna. Hér á eftir fylgja nokkrar myndir frá hátíðinni.


Séð yfir hátíðarsvæðið við Hirose ánna.


Falleg rauð brú, mannþrön og matarbásar.


Setningarathöf eða eitthvað slíkt.


Gengið (mínus ég)


Verið að gæða sér á góðgætinu.


Takoyaki eða octopus balls eins og það er stundum kallað á enska vísu.


Yummy.


Búið að troða kattareyrunum uppá mig. Og já, þau blikka.


Verið að dást að flugeldunum.


Það var búið að strengja lína yfir ánna og partur af flugeldasýningunni var þetta þegar það tók að rigna niður neistum í ánna. Skipti um lit og alles og var eitthvað það flottasta sem ég hef séð. Sjá líka myndskeið hér fyrir neðan.




Hátíðin búin og einhhverjar þúsundir manns að reyna að troða sér upp stiga sem var ekki alveg að ráða við álagið.


Mynd tekin af rauðu brúnni hérna að ofan af kertafleyjunum. Þau flutu ekki langt greyin.

Núna eru hinsvegar sumarhátíðirnar búnar og alvara lífsins (eða gerfi hennar) tekin við.

laugardagur, ágúst 22, 2009

Hljóðreiðaleiðangar

Um síðustu helgi skrapp ég í tvö stykki hjólreiðaleiðangra í góða veðrinu sem hefur verið undanfarið og það vildi þannig til að áfangastaður þeirra beggja voru verslunarmiðstöðvar, ekki að ég hafi farið þangað með það að markmiðið að versla en það er bara einhvernveginn skemmtilegra að hafa eitthvað markmið.


Á leið yfir Hirose ánna


Eftir 50 mínútur eða svo var loksins komið á leiðarenda - The Mall. Ekkert alltof stór en fínt úrval og verðið almennt ekki slæmt. Fínasta bíó þar líka.


Næsta dag var haldið til Mitsui Outlet Park við höfnina í Sendai. Tók alveg vel rúman klukkutíma að hjóla þangað - en það má svosem geta þess að það er solidð útblásið af því að liggur við hvert sem farið er hér í Sendai fer alveg heilmikill tími í það að bíða eftir umferðarljósum. Ekki mikið varið í búðirnar þar fannst mér, þó að Adidas verslunin hafi verið með strigaskó á mjög góðu verði - verst bara að mig vantar ekki strigaskó. Fínasta parísarhjól í bakgrunni, þarf að skreppa í það við tækifæri.

Hvert á maður síðan að fara næst?

sunnudagur, ágúst 09, 2009

Lokahóf, flugeldar og Tanabata

Á miðvikudaginn síðasta var lokahóf hjá málvísundunum í tilefni þess að önnin var á enda. Það var því safnast saman í rannsóknarherberginu og drukkið, borðað og spjallað (raðað eftir mikilvægi; frá mikilvægasta og niður).

Veisluborðið - sést m.a.s. í einn eða tvo Asahi Super Dry svo Pétur getur ekki kvartað.

Ekta kínversk gyoza, löguð af ekta Kínverjum (þó að ég hafi reyndar aðeins hjálpað til)

Mmmmmmmm, gott!

Ég fékk síðan að smakka á Maotai, kínverskur 52% sori sem ég veit ekki alveg hvort eigi að mæla með. Annars vegar alveg einstök upplifun, en hins vegar ekkert sérstaklega þægileg. Ég eftirlét því kennurunum og Kínverjunum að sötra það, og mér til mikillar furðu kláraðist það allt, þannig að það voru greinilega ekki allir sömu skoðunnar og ég.

Síðan vildi þannig til að einmitt sama kvöld þá var heljarinnar flugeldasýning hérna í Sendai í tilefni þess að Tanabata hátíðin átti að hefjast næsta dag. Þetta voru einhver 16 þúsund stykki af bombum og stóð sýningin yfir í um 90 mínútur og spillti ekki fyrir að útsýnið frá rannsóknarherberginu var alveg frábært.

Hér fyrir neðan eru tvö myndskeið sem ég tók af flugeldunum en það er kannski hægt að finna betri myndskeið á vefnum, t.d. hérna.





Frá fimmtudeginum og fram á laugardag stóð síðan yfir Tanabata hátíðin hér í Sendai, en það kemur fólk víðs vegar að til að upplifa hana, og á fimmtudaginn skruppum við nokkur saman niður í bæ til að kíkja á hana. Það sem er helst að sjá er Tanabata skrautið, heljarinnar borðar eða ég veit ekki hvað á að kalla það, sem er búið að hengja upp alls staðar meðfram yfirbyggðu verslunargötum borgarinnar.

Tanabata borðar

Meiri borðar

Gengið ásamt borðum í bakgrunni

Borðar með líkneski Date Masamune, stofnara Sendai, á.

Í nærmynd. Margir borðarnir voru bara plain pappír en sumir eins og þessi voru aðeins flóknari. Efniviðurinn í þennan var safnaður saman frá öllum landshornum og hengt upp til minningar um kjarnorkusprengjurnar sem voru sprengdar hér í Japan einmitt um þetta leyti, 6. og 9. ágúst ef ég man rétt, fyrir 64 árum síðan ef stærðfræðin bregst mér ekki.

Það er ekki japönsk hátið án þess að það séu endalausir básar seljandi ýmis konar mat og eftir að hafa virt skrautið nægilega mikið fyrir okkur þá hvíldum við lúin bein í almenningsgarði og gæddum okkur á góðgætinu.

sunnudagur, ágúst 02, 2009

Gerðafræði

Jæja það er barasta kominn ágúst. Verslunarmannahelgin og alles. Vona að þið séuð öll að njóta hennar til fullnustu. Hérna í Japan er enginn frídagur á morgun, en ég er að njóta sunnudagsins eins og á að gera - með því að slappa af og gera mest lítið.

Síðasta vika var ein fljótliðnasta(?) vika sem ég hef upplifað. Frá mánudegi til fimmtudags var gestakennari frá Tokyo Gaidai með hraðnámskeið í typology. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg hvað skalla kalla það á íslensku, en skv. Orðabanka íslenskrar málstöðvar er það þýtt sem gerðafræði ellegar gerðaflokkun í bæði læknisfræði og uppeldis- og sálarfræði svo ætli það megi ekki nota sama heiti yfir það í málvísindum.

Námskeiðið sjálft var alveg skrambi skemmtilegt, en meðal annars var ég notaður sem tilraunadýr og spurður margra spurninga út í íslenskuna sem hinir notuðu síðan til þess að greina íslensku. Gaman að sjá hvað það átti erfitt með það - enda íslenskan alls ekkert auðveld - og hló ég oft með sjálfum mér að hinum ýmsu tilgátum sem komu upp.

Námskeið var frá morgni til kvölds flesta dagana og því lítill tími til annars, og ég held að ég hafi ekki eytt svona miklum tíma í kennslutímum yfir eina viku síðan ég var í menntó.

Núna í næstu viku, frá 6. til 8. ágúst er síðan Tanabata hátíðin. Ég þekki reyndar ekki mikið til hennar þannig að þið sem eruð forvitin um hana getið annað hvort lesið Wikipedia færsluna eða beðið eftir að ég skrifi nokkur orð um hana hérna eftir að hafa upplifað hana eftir viku eða svo.