þriðjudagur, september 26, 2006

Bissí

Já ég hef verið bara nokkuð bissí síðan ég lét síðast heyra í mér, kannski ég renni eldsnöggt yfir það sem hefur verið um að vera.

Á fimmtudaginn eftir prófið (sem ég btw fékk 8.45 á, og er frekar ósáttur með það) skrapp ég til Kyoto þar sem ég eyddi nokkrum klukkustundum í að rölta um aðal verslunargöturnar þar.

Föstudagurinn fór að mestu leyti í lestur fyrir prófin 2 sem ég tók í dag, mánudag. Ekki jafn merkileg próf og fimmtudagsprófið sem þurftu samt undirbúning.

Á laugardaginn fór ég til Kobe, í svokallaðan Sake Factory Tour, með 6 japönum og svo vorum við 4 skiptinemar. Þetta var samt ekki beint factory túr, það sem við gerðum var að fara í 3 sake söfn þar sem var farið í gegnum sakebruggun í sögulegu samhengi og fornar minjar tengdar því voru til sýnis. Síðan var boðið upp á smökkun á öllum stöðunum, og verð ég nú bara að segja að alvöru sake er barasta mjög gott.

Sunnudagur/mánudagur. Eftir hádegi á sunnudaginn fór ég til Okamoto fjölskyldunnar (home visit fjölskyldan ef þið hafið gleymt því), kom reyndar við í downtown Osaka fyrst á leiðinni þangað. Borðaði kvöldverð þar, nabe, gott stöff. Spjallað svo við Okamoto fjölskylduna og glápti á sjónvarpið þangað til klukkan var orðin 1. Ekki fór ég að sofa þá, því þá voru vinir Keishi loksins búnir í hlutastörfunum sínum og við fórum svo allir, ég, Keishi, Kasu og Shinji aka Banana í sentou sem var alveg frábært eftir að hafa ekki farið í bað í rúman mánuð, bara ljót sturta hérna á heimavistinni.
Síðan var haldið heim á leið kl 2, farið að sofa um 3, vaknað kl 5 til að horfa á fótbolta, Barcelona vs. Valencia í beinni. Leikurinn endaði í jafntefli 1-1 og var bara fínasta skemmtun. Að leik loknum var lagt af stað í skólann, en það er um 2klst ferðalag, og það var athyglisverð lífsreynsla að ferðast í japönsku lestunum á rush hour, alveg pakkað eins og síld í tunnu en samt heyrist ekkert nema hljóðið í lestinni, það er ekkert verið að eyða orkunni í blaður enda flestir sofandi.
Í skólanum voru svo 2 lítil og létt próf og uppúr hádegi hitti ég Aya (Ayu? Öyu? Finnstu ykkur ekki skrítin þessi tilhneyging okkur Íslendinga að fallbeygja erlend sérnöfn, svo framarlega sem þau bara líkjast íslensku, t.d. Aya kvk nafn sem endar á -a svo við fallbeygjum það eins og Anna eða Alma, en svo ef að nöfnin eru nægilega frábrugðin íslenskunni þá erum við ekkert að hafa fyrir því að fallbeygja þau.), speaking partnerinn minn, spjallaði við hana í smástund og fór svo heim og fékk mér verðskuldaðan blund.

Merkilegt þetta tempo á mér hérna í Japan, fyrst koma kannski nokkrir rólegir dagar sem fara í lærdóm og chill, en svo er eins og allt ætli að gerast í einu og tempóið fer í yfirgír.
En já þetta er nóg í bili, verið hress, ekkert stress, bless.

Bissí

Já ég hef verið bara nokkuð bissí síðan ég lét síðast heyra í mér, kannski ég renni eldsnöggt yfir það sem hefur verið um að vera.

Á fimmtudaginn eftir prófið (sem ég btw fékk 8.45 á, og er frekar ósáttur með það) skrapp ég til Kyoto þar sem ég eyddi nokkrum klukkustundum í að rölta um aðal verslunargöturnar þar.

Föstudagurinn fór að mestu leyti í lestur fyrir prófin 2 sem ég tók í dag, mánudag. Ekki jafn merkileg próf og fimmtudagsprófið sem þurftu samt undirbúning.

Á laugardaginn fór ég til Kobe, í svokallaðan Sake Factory Tour, með 6 japönum og svo vorum við 4 skiptinemar. Þetta var samt ekki beint factory túr, það sem við gerðum var að fara í 3 sake söfn þar sem var farið í gegnum sakebruggun í sögulegu samhengi og fornar minjar tengdar því voru til sýnis. Síðan var boðið upp á smökkun á öllum stöðunum, og verð ég nú bara að segja að alvöru sake er barasta mjög gott.

Sunnudagur/mánudagur. Eftir hádegi á sunnudaginn fór ég til Okamoto fjölskyldunnar (home visit fjölskyldan ef þið hafið gleymt því), kom reyndar við í downtown Osaka fyrst á leiðinni þangað. Borðaði kvöldverð þar, nabe, gott stöff. Spjallað svo við Okamoto fjölskylduna og glápti á sjónvarpið þangað til klukkan var orðin 1. Ekki fór ég að sofa þá, því þá voru vinir Keishi loksins búnir í hlutastörfunum sínum og við fórum svo allir, ég, Keishi, Kasu og Shinji aka Banana í sentou sem var alveg frábært eftir að hafa ekki farið í bað í rúman mánuð, bara ljót sturta hérna á heimavistinni.
Síðan var haldið heim á leið kl 2, farið að sofa um 3, vaknað kl 5 til að horfa á fótbolta, Barcelona vs. Valencia í beinni. Leikurinn endaði í jafntefli 1-1 og var bara fínasta skemmtun. Að leik loknum var lagt af stað í skólann, en það er um 2klst ferðalag, og það var athyglisverð lífsreynsla að ferðast í japönsku lestunum á rush hour, alveg pakkað eins og síld í tunnu en samt heyrist ekkert nema hljóðið í lestinni, það er ekkert verið að eyða orkunni í blaður enda flestir sofandi.
Í skólanum voru svo 2 lítil og létt próf og uppúr hádegi hitti ég Aya (Ayu? Öyu? Finnstu ykkur ekki skrítin þessi tilhneyging okkur Íslendinga að fallbeygja erlend sérnöfn, svo framarlega sem þau bara líkjast íslensku, t.d. Aya kvk nafn sem endar á -a svo við fallbeygjum það eins og Anna eða Alma, en svo ef að nöfnin eru nægilega frábrugðin íslenskunni þá erum við ekkert að hafa fyrir því að fallbeygja þau.), speaking partnerinn minn, spjallaði við hana í smástund og fór svo heim og fékk mér verðskuldaðan blund.

Merkilegt þetta tempo á mér hérna í Japan, fyrst koma kannski nokkrir rólegir dagar sem fara í lærdóm og chill, en svo er eins og allt ætli að gerast í einu og tempóið fer í yfirgír.
En já þetta er nóg í bili, verið hress, ekkert stress, bless.

miðvikudagur, september 20, 2006

*spuleeuuuurgh*

Já *spuleeuuuurgh* er einmitt hljóðið sem heilinn minn er að gefa frá sér núna. Ástæðan fyrir því er sú að ég er búinn að vera að læra alltof mikið, á morgun er nefninlega "skyndipróf" eins og það er kallað en ég veit ekki alveg hvað er skyndilegt við það. Kannski er það hversu skyndilega einkunnin mín fellur í því.

Það hefur nú ekki gerst mikið hérna síðustu daga og því hef ég ekki verið að skrifa neitt hérna, en núna er kannski tækifæri til þess að fjalla aðeins um kúrsinn sem ég er að fara í próf í á morgun.

Kúrsinn heitir því einfalda nafni Reading & Writing og gengur í mjög stuttu máli út á það að læra að lesa og skrifa kanji. Fyrir prófið á morgun þarf að læra 40 slík kvikindi, en til samanburðar má get að í japönskunni í HÍ þá lærir maður um 100 kanji allt fyrsta árið.
Svo þegar prófið á morgun er búið get ég strax farið að hlakka til næsta svona prófs því þau eru 5 slík í heildina yfir önnina og að auki eru svo auðvitað líka miðannarpróf og lokapróf.
Ef ég kemst í gegnum öll þessi ósköp þá get ég hlakkað til þess að framhaldið á þessum kúrs er ennþá skemmtilegra, eða svo skilst mér allavega á honum Kris. Annars gæti ég kannski sleppt þeim kúrs og tekið bara einhvern viðskiptakúrs í staðinn, yay \o/

En í bili verð ég bara að hugga mig við það að þetta er alveg langerfiðasti kúrsinn sem ég er í. Hinir eru meira bara cruise control, allavega hingað til, en meira um þá síðar þegar ég hef tíma.
Verð víst að reyna að troða meira inn í kollinn á mér...

laugardagur, september 16, 2006

Spending Spreeeeeee

Já í fyrradag skrapp ég til Osaka og kom þar við í lítilli verslun sem heitir Yodobashi Camera. Ég segi lítilli en hún er það nú reyndar ekki, þetta er alveg þokkalega huuuuuuuge verslun, og þar fæst allt á milli himiins og jarðar - svo framarlega sem það er raftæki eða tengt þeim.
Meðal þess sem ég keypti var rafræn orðabók, heyrnartól og myndavél. Já, ég er loksins kominn með myndavél svo núna get ég farið að smella af á fullu, eða þegar ég nenni allavega.

Meira var það ekki í bili, nema að í gær át ég eitthvað hrikalega gott sem ég man ekki hvað heitir - meira um það síðar.

mánudagur, september 11, 2006

Lazing on a Monday afternoon

Já eins og er ég að taka því rólega á mánudagseftirmiðdegi, búinn í tímum í dag og er að herða mig upp í að hefjast handa við heimalærdóminn. En það hefur nú ekki verið mikið af rólegtheitum undanfarið, það er alveg óhætt held ég að segja að síðustu dagar hafi verið busy, og fylgir hér stutt lýsing á þeim.

Fimmtudagur. Skóli, eftir skóla heimalærdómur og svo hitti ég Keishi, strákinn í Home Visit fjölskyldunni minni, við spjölluðum saman um hitt og þetta (mest á japönsku, hann kann takmarkaða ensku) og fórum og fengum okkur gott að borða.

Föstudagur. Skóli. Eftir skóla var körfubolti með Keishi og vinum hans, Taka og Koda. Nú er að að stunda körfubolta úti í þessum hita kannski ekkert alltof skynsamlegt, en það var gaman og eftir að hafa verið að í um 3 klst (tókum nokkra leiki og spjölluðum mikið inn á milli) þá var ég orðinn alveg dauðþreyttur og hélt heim á leið, át kvöldmat og fór að sofa.

Laugardagur og sunnudagur. Þeir voru nokkuð líkir þessir dagar, í stuttu máli fólust þeir í því að vakna fyrir kl 9, taka strætó niðrá lestarstöð, og þaðan lest til Osaka. Svo var komið heim um 10-11 leytið og svo svefn til að hvílast fyrir næsta annaríka dag.
Á laugardaginn fór ég í heimsókn til Home Visit fjölskyldunnar, sem ég mun héðan í frá kalla Okamoto fjölskylduna því hún heitir jú það. Lagði af stað í strætó héðan frá heimavistinni um 9:30 og var kominn á leiðarenda 11:30. Ekkert sérlega skemmtilegt ferðalag, en ég þarf þó allavega ekki að ferðast þetta á hverjum degi eins og hann Keishi sem er einmitt nemandi við Kansai Gaidai. Svo fór dagurinn bara í það að spjalla við Keishi og Okamoto fjölskylduna, ég borðaði hádegismat og kvöldverð þar og hélt svo heim á leið.
Í gær, sunnudag, var svo komið að hinum svokallaða Osaka Otaku Tour, þar sem tveir japanskir leiðsögumenn(konur), Junko og Kara, leiðbeindu okkur 5 nemum úr KG (mér og 4 stúlkum, stuð stuð stuð). Í Osaka var ferðinni fyrst heitið í Doutonbori Gokuraku Shoutengai, eða Osaka Food Theme Park eins og það er kallað. Þar átum við hitt og þetta, meðal annars ikayaki sem er eins konar squid omeletta og var bara ágæt. Síðan var ferðinni heitið til Den Den Town þar sem var farið í hinar ýmsu verslanir og við komum einnig við í Maid Cafe sem var athyglisverð lífsreynsla. Eftir það fórum við á ljótan veitingastað það sem ég fékk vont að éta og svo var haldið heim á leið.

Núna er ég orðinn leiður á skrifum, en síðar kemur kannski meiri umfjöllum um Okamoto fjölskylduna og svo á ég líka eftir að fjalla lítillega um kúrsana sem ég er að taka. En það er semsagt síðar.

P.S. Heimasíðan Maid Cafesins sem ég fór á: Mel Cafe

fimmtudagur, september 07, 2006

...(ennþá heitt)

Já það er ennþá heitt hérna, en það var það nú ekki í gærmorgun. Mér dauðbrá þegar ég fór útúr húsi um kl 10 í gærmorgun og það var bara frekar svalt í veðri, um 23-24° og hitinn fór hæst í 25° skv veðursíðunni en það rigndi að vísu seinnipartinn og þá mætti rakinn á svæðið. En allavega, svalt var það í nokkrar klukkustundir þó mig gruni nú að ykkur sem lesið þetta finnist það kjánalegt að kalla 23° svalt en svona er þetta bara.
En nóg um veðrið, núna ætla ég að fjalla aðeins um tvo hluti sem eru ólíkir með Íslandi og Japan:

#1: Hafnarbolti. Eða er það hafnabolti, það eru jú margar hafnir ekki satt. Ég læt ykkur Íslendingana um að leysa það mál en semsagt: hafnabolti er alveg brjálæðislega vinsæll hérna. Hversu vinsæll? Alveg ógissla. En á Íslandi fyrirfinnst hann varla. Og þegar ég hef sagt Japönum það þá trúa þeir mér varla, spyrja fyrst hvort ég sé að meina pro hafnabolta svo ég þarf að útskýra betur að hann er hvorki iðkaður né áhorfður að neinu marki.

#2: Lambakjöt. Lambakjöt er ekki étið hér í Japan. Nú hef ég rætt þetta mál við 3 eða 4 Japani og enginn þeirra hefur nokkru sinni á ævinni bragðað lambakjöt.

Nú virðast þessir hlutir við fyrstu sýn ekki vera svo stórvægilegir. Hver þjóð hefur sínar matarvenjur og sínar þjóðaríþróttir en ég finn óþefinn af einhverju stærra og meiru undir niðri. Það er eins og að einhver hafi tekið öll lambagenin (lambakjötátsgenin?) úr Japönum og plantað þeim í Íslendingum. Og sá hinn sami/þeir hinir sömu (eða kannski einhverjir aðrir? enn vex ráðgátan) tóku líka allt hafnaboltarykið og fluttu það til Japan. Því að hverjar eru líkurnar á því að þessir hlutir fyrirfinnist að engu leyti í þessum löndum? Ef við tökum hafnaboltann sem dæmi; núna öpum við eftir Kananum í einu og öllu. Ísland er 51. ríkið. En af hverju ekki hafnaboltinn líka? Hver var það sem sagði "nei takk" við honum. Fyrst datt mér í hug Dabbi kóngur en þetta nær lengra aftur en konungsríki hans svo við getum víst ekki kennt honum um þetta.
Nú er ég bara alveg strand lesendur góðir og verð að biðja ykkur um aðstoð, svo ef þið viljið tjá ykkur um þetta endilega skiljið eftir comment.

Í öðrum fréttum (eða kannski tengist þetta líka samsærinu?) þá voru Japanir að eignast karlkyns erfingja að krúnunni, eða veldissprotanum eða hvað það nú er sem keisarinn er með.
Lesið meira hér.
Í stuttu máli þýðir þetta að Japanir þurfa ekki að hafa áhyggja af því að kona erfi krúnuna, eða að þeir þurfi að fara að rýna í ættartölin og finna einhvern vel fjarskyldan, en karlkyns, erfingja svona eins og í myndinni þarna með John Goodman, King Ralph. Annars væri nú gaman að fá framhald: Tenno Ralph (tenno er japanska nafnið yfir keisarann). Best að byrja á handritinu, flytja til Hollywood og verða ríkur.
Þangað til: bless.

mánudagur, september 04, 2006

Ný vika, nýr sviti

Já titillinn segir nú flest sem segja þarf, hitinn er sem stendur um 32°C og því er gott að sitja innandyra við tölvuna.
Það gerðist svosem ekki mikið markvert um helgina, en hérna er það helsta:

#1 Daifuku og shiratama og shaved ice. Á laugardaginn hitti ég hóp af Japönum sem sýndu nokkrum skiptinemum hvernig á að búa til einmitt daifuku og shiratama og shaved ice og hvað þetta hét nú allt, basically japönsk sætindi. Sætindin féllu mér ekkert sérlega vel í geð en það var samt gaman að malla þetta með létt spjall á japönsku í bakgrunni.

#2 Körfubolti. Já heimsmeistarakeppninni í körfubolta karla lauk núna á sunnudaginn með sigri Spánverja, en mótið var einmitt haldið hér í Japan. Hins vegar eru greinilega sömu öfl á bak við japanskt sjónvarp og eru á bak við RÚV, því að í sígildum RÚV-stíl þá var ekki sýnt beint frá leiknum í japönsku sjónvarpi, bara upptaka sýnd einhvern tímann eftir miðnætti sem mig skorti kraft til þess að vaka eftir.

#3 Hello!Morning. Já talandi um sjónvarp þá var einmitt einn uppáhaldsþátturinn minn á dagskrá um hádegi á sunnudaginn, eins og hann er í hverri viku, milli 11:30-12:30 alla sunnudaga. Þegar ég settist niður og ætlaði að fara að horfa á hann hins vegar þá sá ég hann hvergi. Eftir svolitla rannsóknarvinnu kom í ljós að þátturinn er bara sýndur á Kanto (Tokyo) svæðinu á þessum tíma. Hér á Kansai svæðinu er hann sýndur viku síðar, á sunnudögum kl 6:30-7:30 eða svo, já að morgni til, og það er auðvitað ekki til í dæminu að vakna svo snemma á sunnudögum, svo það væri helst ef að maður tæki eitt langt laugardagskvöld að maður myndi kíkja á þáttinn fyrir svefninn.

Eins og heyra má af #2 og #3 þá er ég ekki sáttur með sjónvarpið hérna, en það er svosem nóg annað að gera svo ég örvænti ekki.

laugardagur, september 02, 2006

Horft um öxl í vikulok

Já nú er barasta fyrsta vikan í Japan liðin, eða horfin öllu heldur því það hefur verið svo mikið um að vera að hún þaut hjá.

Já gærdagurinn var enn einn annaríkur dagur. Hann hófst á setningarathöfn sem fólst í hinum ýmsu ræðum, misskemmtilegum eins og venja er. Að því loknu hitti ég loks speaking partnerinn minn, en hún heitir Aya. Við fórum svo saman á "welcome luncheon" sem var hluti af setningarathöfninni, og spjölluðum saman um hitt og þetta á ensku og japönsku, en hún Aya er í enskunámi hér við KG og er í þessu til að æfa enskuna.

Svo um 2 leytið þurftum við að skiljast því það var kominn tími á hópferð til Kyoto hjá mér. Þar sem það er nú varla hægt að fara í 200-300 manna hópferð þá var það gert þannig að fólkinu var skipt niður í minni hópa og svo voru mismargir japanskir leiðsögumenn eftir stærð hópsins, t.d. samanstóð hópurinn minn af 4 skiptinemum: mér sjálfum, Jason, Ethan og Larry; og leiðsögumenn okkar voru 2 stúlkur: Rie og Mayumi (skrifa nöfnin á öllum hér svo ég gleymi þeim ekki), en þær eru í enskunámi hér við KG rétt eins og allir leiðsögumennirnir voru, eða öllu heldur leiðsögukonurnar, því ég sá ekki einn einasta strák þeirra á meðal. Virðist vera sem svo að enskunámið sé svona gimmick nám fyrir konur áður en þær giftast og eignast krakka.

Í Kyoto heimsóttum við Kiyomizudera (Kiyomizu Temple, eða Pure Water Temple eftir því hversu mikið er þýtt), og var það mjög falleg en hávaðasamt út af pöddunum sem gera ekki annað en að hanga í trjám og gefa frá sér ljótt hljóð og ég man ekki hvað heita. Að sumu leyti minnti Kiyomizudera mig á Rivendell, bæði húsin og trén og þar sem flestir þar voru svo lágvaxnir þá var hægt að halda að föruneyti hringins væri mætt á svæðið :)

Síðan var farið í purikura í miðbæ Kyoto og hér er ein af niðurstöðunum:


og að því loknu var haldið heim á leið.


P.S. Hérna er myndband úr picnic & sparkler ferðinni frá því í fyrradag: Outside the Tarp, upptökustjóri og þulur er Jessica.

föstudagur, september 01, 2006

Picnic and Sparkler Party

Já í gær fór ég semsagt í svokallað Picnic and Sparkler(stjörnuljós) Party á vegum International Friendship Club ef ég man rétt sem er hópur japanskra nema hér við KG.
Fyrst var hittingur á skólalóðinni en svo var tekinn strætó til Hirakata lestarstöðvarinnar og þar tók við labb í kannski 20min eða svo niður að Yodogawa ánni ef ég man rétt, nema hvað að á leiðinni þangað byrjaði þvílík úrhellisrigning svo að fólk þurfti að leita sér skjóls undir tré og undir plastdúk sem var með í för og hugmyndin hafði verið að sitja á honum. En af þessum 100 manns eða svo sem voru með í för (já það voru virkilega svo margir), þá voru bara 4-5 sem höfðu haft vit á því að taka með regnhlíf, og þar á meðal var yours truly. Keypti litla samanbrjótanlega regnhlíf fyrir nokkrum dögum sem ég get haft í skólatöskunni og það vildi svo heppilega til að hún var með í för. Svo ég var einn af fáum sem héldust vel þurrir, og skemmti mér vel við að hlæja að óförum annara.
Þegar loksins stytti upp fórum við svo niður að ánni og kveiktum í nokkrum stjörnuljósum og svo var eitthvað um gos og blys líka, og vorum þar eitthvað fram á kvöld, þar til ég staulaðist heim á leið í rúmið, ef rúm skyldi kalla, dýna öllu heldur en hún er fínt.
Svo allt í allt þá var þetta bara bráðskemmtilegur dagur, og í dag þá hitti ég loksins speaking partnerinn minn (var ég ekki búinn að útskýra það?) og svo er hópferð til Kyoto eftir hádegi, so stay tuned for more news frá Japan :)