sunnudagur, febrúar 18, 2007

25

Já maður er barasta orðinn 25 ára gamall - áhersla á gamall. Allavega líður mér eins og ég sé alveg hundgamall eftir að hafa kíkt til Osaka og rölt aðeins um þar. Ég rölti ekki aðeins um heldur verslaði ég svolítið þar. Til dæmis Lonely Planet Seoul bókina. Af hverju ætli ég hafi verið að kaupa bók um Seoul? Nú af því að ég er á leiðinni þangað í næsta mánuði en þá er einmitt viku spring break í skólanum og ég ætla semsagt að nota tækifærið og skjótast yfir sundið og heilsa upp á nágrannanna.
Þetta var ekki það eina sem ég keypti, því ég fjárfesti líka í einu splunkunýjum SanDisk Sansa e280 mp3 spilara enda kominn tími á að ég uppfærði gamla góða mp3 spilarann minn, sem hefur reyndar staðið sig með prýði núna í um fimmfaldan iPod líftíma og á örugglega eftir annað eins en hann á skilið að fara snemma á eftirlaun. Af hverju keypti ég mér einmitt þessa týpu spyrja kannski sumir. Jú, af því að Goto Maki auglýsir hann. Ef til er betri ástæða fyrir kaupum þá er mér ekki kunnugt um hana.

föstudagur, febrúar 09, 2007

Myndir?

Já það er orðið langt um liðið síðan ég uppfærði myndirnar. Já ég er latur.
Hérna eru nokkrar skemmtilegar myndir sem ég vildi hafa commentary með, ætli ég reyni ekki að setja upp fleiri myndir bráðlega.

Byrjum í Tokyo þar sem ég rakst á þetta:
Uppáhaldsverslunin hennar mömmu (Illums sko), góð ástæða til að skreppa aðeins til Japan er það ekki? Ég kíkti þarna inn snögglega en sá nú ekkert sem ég kannaðist við fyrir utan skræpóttu krúsirnar/skálarnar okkar.

Næsta mynd er fyrir hann Pétur:Japanski flotinn í öllu sínu veldi - eða þannig. Tekin í Otaru.

Næst er maður mættur til Akihabara:

Hvað ætli nördarnir séu að glápa á?
Jú þetta:
Ekki veit ég hver tilgangurinn var, eða hvort það var yfir höfuð einhver tilgangur, fyrir utan að bara vera þarna og vera sætar. Kannski upprennandi Airi & Meiri? Ho-hum.

Morning Musume audition rejects (svipað Idol rejects):
Þessar stúlkur stóðu semsagt útá miðri götu (sem betur fer lokað fyrir umferð) í Akihabara og sungu fyrir mannskapinn - ásamt því að reyna að selja geisladiska eða kynna tónleika. Skemmtilegast var samt þegar að þær tóku sprettinn þegar að löggan nálgaðist.

Síðast en ekki síst: Tekin á sjóferð í Yokohama. Byggingin hægra megin á myndinni öllu mér miklum heilabrotun - þetta er semsagt hótel sem heitir InterContinental The Grand Yokohama og ég var alveg handviss að ég hefði séð hana áður en ég gat bara engan veginn munað hvar. Nú ég var að því kominn að gefast upp, afskrifa það bara með þeirri útskýringu að ég hefði séð það í einhverri japanskri kvikmyndir þar sem ég hef nú séð ófáar þegar að loksins kviknaði ljós í kollinum á mér.
Þessa byggingu þekkti ég af coveri af bók sem að pabbi á, nánar tiltekið briddsbók, en heimsmeistaramótið í bridds var einmitt haldið þarna árið 1991 og þetta var semsagt bók um það mót. Ég hef nú engan sérstakan áhuga á þessari bók, enda enginn briddsmaður, bara séð coverinu bregða fyrir, og það eru örugglega a.m.k. 10 ár, líklega hátt í 15 ár síðan ég gerði það síðast. Alveg ótrúlegt að maður skuli bara allt í einu muna svona hluti.

Núna man ég hins vegar ekki meira, bless í bili.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

R 873 RIP

Já mér bárust sorgarfregnir um helgina þess efnis að það væri loks kominn tími á Mözduna okkar gömlu, eða Drossíuna eins og hún var kölluð á sínum tíma.
Þó að það sé vissulega fólk sem er fegið að hún sé farin þá verður hennar sárt saknað af einhverjum allavega. Nú hafa þeir sem lesa þetta blogg líklega flestir einhvern tíman setið í henni, og nokkrir keyrt hana, og á ég ýmsar góðar minningar af henni. Til dæmis þegar ég var að læra að keyra og pabbi fór með mig í skeifuna við aðalbyggingu HÍ til að æfa mig í að taka af stað upp í móti. Líka þegar að Gunna systir þurfti að skríða inn í gegnum skottið því að lásarnir á dyrunum voru alveg helfreðnir, og svo þegar að hann Stefán Þorvarðar hoppaði beint út í stóran poll bara svo hann næði shotgun (fyndið að sjá minnst á Ísland í þessari grein), svo nokkurn dæmi séu tekin.
En það þýðir svosem lítið að vera að grufla of mikið yfir þessu, svo skilst mér líka að mín muni bíða enn meiri Drossía þegar ég kem heim í sumar, svo ég hef eitthvað að hlakka til fyrir utan góðan matinn hennar mömmu.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Fréttir - eða mest bara engar fréttir

Ef ég man rétt þá skildu leiðir síðast þegar að ég var nýkominn aftur til KG. Nú eru liðnar brátt 2 vikur síðan, og eins og titillinn gefur til kynna þá hefur ekki mikið gerst síðan þá.
Nú ég kom hingað á mánudegi og fyrstu tímarnir byrjuðu á þriðjudegi viku síðar. Nú sú vika hvarf bara úr lífi mínu. Ég get bara engan veginn munað í hvaða rugl hún fór. Það litla sem ég þurfti að gera til undirbúnings fyrir skólann var að greiða gjöldin og skrá mig í kúrsa og tókst mér allavega að gera það. Má líka geta þess að ég varð nr 35 í skráningarlotteríinu (sbr nr 9[smellið á 'Show Original Post'] á síðustu önn) þannig að ég var nokkuð öruggur með að fá kúrsana sem ég vildi, þó að ég hafi nú ekki haft neinn brennandi áhuga á neinum kúrs. Endaði með því að taka Entrepreneruship in Japan og Japanese Cinema 1949-1987 bara aþþí bara.
Nú tímarnir byrjuðu svo á þriðjudaginn var og það var eins og að loftsteinn hefði lent á mér. Tímarnir sem ég minntist á hérna að ofan virðast vera ósköp standard, loftsteinninn var samansettur úr japönskukúrsunum 2, Spoken og Reading & Writing, þetta er bara alveg svínerfitt helvíti, og stökkið á milli level 4 sem ég tók og rústaði á síðasta misseri og level 5 sem ég er að taka núna er bara ansi svaðalegt. Þannig að eins og vikan á undan hvarf í ekki neitt þá hvarf þessi vika í lærdóm, eins og næstu 15 vikur eða svo munu líklega gera.
Þannig að ekki láta ykkur bregða þó þið heyrið ekkert meira frá mér fyrr en um miðjan maí þegar prófunum lýkur. Núna þarf ég hins vegar að fara að læra fyrir prófin tvö sem eru á morgun...