laugardagur, nóvember 07, 2009

Rannsóknarferð - laugardagskvöld

Jæja þá er komið að laugardagskvöldinu.

Eftir fjallgöngu var brunað í loftköstum til gistiheimilisins til þess að missa ekki af



sólsetrinu, sem ku vera mikilfenglegt þarna á þessum slóðum - dæmi nú hver fyrir sig.



Við komumst sem betur fer heil á höldu þangað í tæka tíð, en það mátti ekki miklu muna. Alveg ótrúlega hratt sem að sjórinn át sólina og hefðum við ekki mátt vera 2 mínútum síðar á ferðinni eða við hefðum misst af öllu.



Hverfandi...



Og horfin!



Eftir þetta ævintýri var haldið heim og fólkið dýfði sér í heitu lindina þar og tók meira að segja smá borðtennis fyrir kvöldmatinn...



...sem var alveg jafn mikill veislukostur og fyrri daginn.



Eftir kvöldmat fluttu fjórða-árs nemar fyrirlestra þar sem þeir voru að kynna útskriftarritgerðirnar sínar (já grunnnámið í Japan er 4 ár). Síðar um kvöldið var síðan drukkið og spjallað svipað og kvöldið áður, en fólk var reyndar margt þreytt frá því þá svo það gekk ekki alveg jafn mikið á á laugardagskvöldinu. Á myndinni má sjá fjórða-árs nemana sem allir eru mjög glaðir yfir því að þeir séu búnir með fyrirlestrana.



Sumir tóku sig síðan til og stukku út um glugga og ofan á þak og voru að gera eitthvað...já ég veit ekki alveg hvað.

Loks var gott að fara að sofa eftir langan dag. Zzzzzzz!

mánudagur, nóvember 02, 2009

Rannsóknarferð - laugardagur

Jæja ætli það sé ekki kominn tími á annan hluta af frásögninni af rannsóknarferðinni.

Á laugardeginum var vaknað allt of snemma - miðað við hvað maður vakti lengi á föstudagskvöldinu alla vega - og síðan skipti fólk sér niður á bílana eftir því hvað það langaði til að gera.



Sumir fóru að veiða



Aðrir óku um svæðið og kíktu á það markverðasta sem var að sjá í nágrenninu



Einhverjir fóru á sædýrasafn



Og sumir sáu styttur af álfafólkinu á svæðinu, Namahage



Meiri Namahage - og kannski eitthvað mannafólk inn á milli, ég veit ekki hvort þið sjáið muninn



Enn aðrir virtu fyrir sér GODZILLA ROCK!



En sjálfur fór ég í fjallgöngu. Já, ólíkt grábrúnu litlausu fjöllunum heima á Íslandi þá eru fjöllin í Japan þakin trjám. Og einmitt á þessum árstíma eru trén í fallegum skrúða



Útsýnið



Sérðu ekki hvítan blett í hnakka mínum, Garún, Garún



Keppurnar á toppnum! 1086 metrar hvorki meira né minna (reyndar var það aðeins meira, 1086,2 metrar eða eitthvað álíka, en það vantar kommutöluna inn á myndina svo ég er ekki alveg viss). Nafn fjallsins er líka skrifað þarna á: Futatsumori eða Fjall hinna tveggju skóga. Veit reyndar ekki hvaðan það kemur en fjallið sjálft liggur og landamærum Akita og Aomori sýsla og gengum við m.a. yfir landamærin á leið okkar upp fjallið. Nafnið gæti því verið tilvísun í það. Eða ekki.



Leið stundum eins og ég væri mættur í kvikmynd um Víetnamstríðið



Og á öðrum tímum leið mér eins og ég væri mættur í Hringadróttinssögu



Á niðurleið. Eða kannski uppleið, þetta var hálfgerð rússíbanaferð upp og niður



Hópmynd á toppnum - já það var alveg merkilega mikið af öðru fólki á ferð þarna og einn góðviljaður tók þessa mynd af okkur. 1086(,2)m hljómar kannski sem ágætur slatti, en í rauninni keyrðum við langleiðina upp fjallið. Gangan sjálf tók ekki nema um klukkustund í hvora átt, en það var líka bara ósköp mátulegt fyrir svona skemmtilabb.

Jæja ætla að gera hlé núna. Búinn að troða alveg nægilega miklu í eina færslu, svo fregnir af laugardagskvöldinu fá að koma síðar.