þriðjudagur, mars 31, 2009
föstudagur, mars 27, 2009
Landflótti
Jæja ætli það sé einhver nægilega vitlaus að vera ennþá komandi hingað í von um nýjar færslur? Eða kannski var einhver svo sniðug(ur) að gerast áskrifandi að RSS feedinu og fær þá bara þessa færslu beint í æð.
Hvernig svo sem því líður þá fær þetta blogg endurnýjun lífdaga því þann 1. apríl n.k. held ég af landi brott. Ákvörðunarstaðurinn er borgin Sendai í Miyagi sýslu(? enska: prefecture) í Japan þar sem ég mun hefja nám við Tohoku háskólann. Fyrst í stað mun ég stúdera málvísi sem s.k. "research student" á námsstyrk frá MEXT, japanska menntamálaráðuneytinu, með möguleika á uppfærslu í mastersnám eftir eitt eða tvö ár.
Nú planið er auðvitað að vera duglegur að blogga hér og setja inn myndir, en þeir sem hafa fylgst með þessu þessu bloggi áður vita svosem að það á til að sitja á hakanum. Það verður bara að fá að koma í ljós.
Þau ykkar sem mér gefst ekki tækifæri til að kveðja áður en ég held af landi brott bið ég bara heil að lifa, sem og alla aðra lesendur, og ef eitthvert ykkar skyldi eiga leið til Japan þá endilega hafið samband og það er aldrei að vita nema það væri hægt að hittast þarna úti.
Næsta færsla er síðan væntanleg eftir komuna til Japan...
Hvernig svo sem því líður þá fær þetta blogg endurnýjun lífdaga því þann 1. apríl n.k. held ég af landi brott. Ákvörðunarstaðurinn er borgin Sendai í Miyagi sýslu(? enska: prefecture) í Japan þar sem ég mun hefja nám við Tohoku háskólann. Fyrst í stað mun ég stúdera málvísi sem s.k. "research student" á námsstyrk frá MEXT, japanska menntamálaráðuneytinu, með möguleika á uppfærslu í mastersnám eftir eitt eða tvö ár.
Nú planið er auðvitað að vera duglegur að blogga hér og setja inn myndir, en þeir sem hafa fylgst með þessu þessu bloggi áður vita svosem að það á til að sitja á hakanum. Það verður bara að fá að koma í ljós.
Þau ykkar sem mér gefst ekki tækifæri til að kveðja áður en ég held af landi brott bið ég bara heil að lifa, sem og alla aðra lesendur, og ef eitthvert ykkar skyldi eiga leið til Japan þá endilega hafið samband og það er aldrei að vita nema það væri hægt að hittast þarna úti.
Næsta færsla er síðan væntanleg eftir komuna til Japan...