Rannsóknarferð - föstudagur
Já eins og ég minntist á í síðustu færslu þá var farið í rannsóknarferð um síðustu helgi. Áfangastaðurinn var Oga skagi í Akita sýslu, sem er um 5 tíma keyrsla í norðvestur héðan frá Sendai og snýr út að Japanshafi (milli Japan og Kóreu).
Hér á eftir fylgir ferðasagan, en það er tvennt sem mig langar að taka fram.
#1: Hún mun vera að mestu leyti í myndum, enda geri ég ráð fyrir því að það sé mun athyglisverðara en að lesa einhvern langan pistil frá mér.
#2: Henni verður skipt niður eftir dögum og kemur föstudagurinn fyrst og næstu dagar síðan einhvern tíman síðar þegar ég nenni. Bæði er það til þess að þetta verði ekki einhver risa póstur og líka til þess að ég geti mjólkað efniviðinn sem ég hef og látið það líta út fyrir að ég sé alveg rosalega duglegur að blogga.
Föstudagur
Nissan Selena bílalegubíll sem ég sat í á leiðinni til Oga. Auk hans voru kennararnir þrír með sína eigin bíla. 7+4+4+4=19 manns og síðan bættist reyndar einn við sem mætti beint til Oga. Brottför átti að vera kl 10 en tafðist til 11. Kom svosem ekkert á óvart.
Ein svaka hress yfir því að vera á leið í ferðalag
Hádegisverður í Maezawa, borg þekkt fyrir nautakjöt og olli það ekki vonbrigðum
Hópmynd fyrir utan veitingastaðinn
Komið við í Tennou skammt frá áfangastaðnum og klifið upp í útsýnisturn.
Útsýnið sjálft var nú ekkert merkilegt, það var helst himininn
Hópmynd uppi í turninum
Komið á áfangastað og þá er gott að fá eitthvað í gogginn. Og þvílík veisla það var. Ef þetta virðist vera mikill matur þá er það vegna þess að þetta er það, og samt vantar nokkra rétti inn á myndina.
Hófið um kvöldið
Myndskeið af Isawa að glíma við eitthvað sem mætti kannski kalla harðfisk og ég hlæjandi eins og bjáni í bakgrunni
Ég að skenkja bjór fyrir kennarana
Vel liðið á kvöldið og maður orðinn þreyttur eftir langan dag (og kannski stífa drykkju - enda flæddi áfengið þarna eins ég veit ekki hvað)
Já svona lítur maður greinilega út þegar maður er að stara ofan í drykkinn. Hvað ætli ég hafi verið að hugsa þarna? (Uppfærsla: var að taka eftir því að ég er ekki með drykk í hendi þarna heldur er ég að narta í eitthvað sælgæti. Ég virðist engu að síður vera djúpt hugsi...)
Tvö hress. Íslendingarnir og Rússarnir þola áfengið greinilega betur en Japanirnir.
Svefn.
Framhald síðar.
Hér á eftir fylgir ferðasagan, en það er tvennt sem mig langar að taka fram.
#1: Hún mun vera að mestu leyti í myndum, enda geri ég ráð fyrir því að það sé mun athyglisverðara en að lesa einhvern langan pistil frá mér.
#2: Henni verður skipt niður eftir dögum og kemur föstudagurinn fyrst og næstu dagar síðan einhvern tíman síðar þegar ég nenni. Bæði er það til þess að þetta verði ekki einhver risa póstur og líka til þess að ég geti mjólkað efniviðinn sem ég hef og látið það líta út fyrir að ég sé alveg rosalega duglegur að blogga.
Föstudagur
Nissan Selena bílalegubíll sem ég sat í á leiðinni til Oga. Auk hans voru kennararnir þrír með sína eigin bíla. 7+4+4+4=19 manns og síðan bættist reyndar einn við sem mætti beint til Oga. Brottför átti að vera kl 10 en tafðist til 11. Kom svosem ekkert á óvart.
Ein svaka hress yfir því að vera á leið í ferðalag
Hádegisverður í Maezawa, borg þekkt fyrir nautakjöt og olli það ekki vonbrigðum
Hópmynd fyrir utan veitingastaðinn
Komið við í Tennou skammt frá áfangastaðnum og klifið upp í útsýnisturn.
Útsýnið sjálft var nú ekkert merkilegt, það var helst himininn
Hópmynd uppi í turninum
Komið á áfangastað og þá er gott að fá eitthvað í gogginn. Og þvílík veisla það var. Ef þetta virðist vera mikill matur þá er það vegna þess að þetta er það, og samt vantar nokkra rétti inn á myndina.
Hófið um kvöldið
Myndskeið af Isawa að glíma við eitthvað sem mætti kannski kalla harðfisk og ég hlæjandi eins og bjáni í bakgrunni
Ég að skenkja bjór fyrir kennarana
Vel liðið á kvöldið og maður orðinn þreyttur eftir langan dag (og kannski stífa drykkju - enda flæddi áfengið þarna eins ég veit ekki hvað)
Já svona lítur maður greinilega út þegar maður er að stara ofan í drykkinn. Hvað ætli ég hafi verið að hugsa þarna? (Uppfærsla: var að taka eftir því að ég er ekki með drykk í hendi þarna heldur er ég að narta í eitthvað sælgæti. Ég virðist engu að síður vera djúpt hugsi...)
Tvö hress. Íslendingarnir og Rússarnir þola áfengið greinilega betur en Japanirnir.
Svefn.
Framhald síðar.