25 stundir
Já það fór eins og mann grunaði að það hefur ekki verið mikið uppfært hér upp á síðkastið. Það var bara brjálað að gera í desember m.a. að undirbúa heimferðina, síðan var brjálað að gera þegar ég kom loksins til Íslands, og síðan er mikið að gera núna þegar ég er kominn aftur út til Japan, en það bíða mín 5 ritgerðir og einn fyrirlestur á næstu 3 vikum eða svo.
Titillinn á færslunni vísar til þess að á útleið minni hingað til Japan um síðustu helgi þá var ég 25 stundir á leiðinni, hús úr húsi, sem ég kalla bara ansi gott. Upphaflega var reyndar planið að stoppa eina nótt í Tokyo, en þar sem ég var í raun einfættur þegar þangað var komið þá ákvað ég bara að hoppa (eða kannski réttara sagt höltra) upp í næstu lest beint til Sendai.
Einfættur segi ég já, en fyrir þá sem hafa ekki frétt af því þá fékk ég rifinn liðþófa í jólagjöf, þeas þegar ég var að stíga út úr bíl eftir heimsókn í kirkjugarðinn á aðfangadag þá tókst mér að snúa upp á löppina og rífa liðþófann. Mér var svo snarað í aðgerð í ársbyrjun og þó ég hafi nú verið orðinn ágætur fyrir ferðina hingað til Japan þá tútnaði hnéð allt út í fluginu aftur, svo ég var eins og áður sagði ekki upp á marga fiska við komuna til Tokyo. Núna er ég hins vegar allur á batavegi (eða það finnst mér allavega, og maður á alltaf að segja eins og manni finnst) svo nú er bara á stefna á maraþonhlaup í sumar! (ég segi þetta bara svo að þeim sem efndu áramótaheit líði ekki alltof illa þegar þeir svíkja þau.)
En já, nóg komið í bili og best að snúa sér aftur að ritgerðarsmíðunum.
Titillinn á færslunni vísar til þess að á útleið minni hingað til Japan um síðustu helgi þá var ég 25 stundir á leiðinni, hús úr húsi, sem ég kalla bara ansi gott. Upphaflega var reyndar planið að stoppa eina nótt í Tokyo, en þar sem ég var í raun einfættur þegar þangað var komið þá ákvað ég bara að hoppa (eða kannski réttara sagt höltra) upp í næstu lest beint til Sendai.
Einfættur segi ég já, en fyrir þá sem hafa ekki frétt af því þá fékk ég rifinn liðþófa í jólagjöf, þeas þegar ég var að stíga út úr bíl eftir heimsókn í kirkjugarðinn á aðfangadag þá tókst mér að snúa upp á löppina og rífa liðþófann. Mér var svo snarað í aðgerð í ársbyrjun og þó ég hafi nú verið orðinn ágætur fyrir ferðina hingað til Japan þá tútnaði hnéð allt út í fluginu aftur, svo ég var eins og áður sagði ekki upp á marga fiska við komuna til Tokyo. Núna er ég hins vegar allur á batavegi (eða það finnst mér allavega, og maður á alltaf að segja eins og manni finnst) svo nú er bara á stefna á maraþonhlaup í sumar! (ég segi þetta bara svo að þeim sem efndu áramótaheit líði ekki alltof illa þegar þeir svíkja þau.)
En já, nóg komið í bili og best að snúa sér aftur að ritgerðarsmíðunum.