mánudagur, febrúar 07, 2011

Vorfrí

Núna áðan var ég að leggja lokahönd á og skila inn síðustu ritgerðinni fyrir þessa önn, sem er því lokið fyrir mína hönd.
Það þýðir líka að fyrsta árinu í meistaranáminu er lokið og bara rétt rúmir 10 mánuðir í skil á meistararitgerð.
Ég er því kominn í vorfrí þar til næsta skólaár hefst í byrjun apríl, þó það sé nú álíka asnalegt hérna í Japan og þarna heima að kalla febrúar vor. Þetta er semsagt um tveggja mánaða frí en það þýðir ekki að ég verði í einhverri afslöppun hérna, heldur þar ég að fara að huga að mínum eigin rannsóknum ef ég á nú að geta ungað út meistararitgerð, en það hefur fengið að sitja á hakanum núna í vetur því það hefur verið nóg að gera í námskeiðum og ýmsu öðru.

Fyrir utan þetta er ekki mikið annað að frétta enda hefur verið nóg að gera hérna eftir heimferðina um jólin. Það er kannski helst að ég gerðist meðlimur í líkamsræktarstöð um daginn í þeim tilgangi að reyna að styrkja á mér vinstri löppina eftir meiðslin og aðgerðina um jólin. Fyrsta daginn var ég settur í svona líkamsmælingu þar sem undraverð græja mældi fitumagn og vöðvamagn og ýmislegt annað, og kom þá í ljós að ég er algjör meðalmaður, við eða rétt við viðmiðunargildi í öllu liggur við. Það var hálfgert sjokk að heyra það, enda heldur maður auðvitað alltaf að maður sé svo spes. Liggur við að ég hefði heldur viljað heyra að ég væri aumasta vera sem hefði skriðið þarna inn bara til þess að fá að halda í þá trú. Nú er bara að taka vel á því, og markmiðið er að slá út Íslandsvininn Markus Ruhl innan tveggja mánaða! (Þess má til gamans geta að ég er þeirrar trúar að maður eigi alltaf að setja markmið sín alltof fáránlega hátt, því þá þarf manni ekki að liða of illa þegar manni tekst ekki að standa við þau.)

laugardagur, janúar 15, 2011

25 stundir

Já það fór eins og mann grunaði að það hefur ekki verið mikið uppfært hér upp á síðkastið. Það var bara brjálað að gera í desember m.a. að undirbúa heimferðina, síðan var brjálað að gera þegar ég kom loksins til Íslands, og síðan er mikið að gera núna þegar ég er kominn aftur út til Japan, en það bíða mín 5 ritgerðir og einn fyrirlestur á næstu 3 vikum eða svo.

Titillinn á færslunni vísar til þess að á útleið minni hingað til Japan um síðustu helgi þá var ég 25 stundir á leiðinni, hús úr húsi, sem ég kalla bara ansi gott. Upphaflega var reyndar planið að stoppa eina nótt í Tokyo, en þar sem ég var í raun einfættur þegar þangað var komið þá ákvað ég bara að hoppa (eða kannski réttara sagt höltra) upp í næstu lest beint til Sendai.

Einfættur segi ég já, en fyrir þá sem hafa ekki frétt af því þá fékk ég rifinn liðþófa í jólagjöf, þeas þegar ég var að stíga út úr bíl eftir heimsókn í kirkjugarðinn á aðfangadag þá tókst mér að snúa upp á löppina og rífa liðþófann. Mér var svo snarað í aðgerð í ársbyrjun og þó ég hafi nú verið orðinn ágætur fyrir ferðina hingað til Japan þá tútnaði hnéð allt út í fluginu aftur, svo ég var eins og áður sagði ekki upp á marga fiska við komuna til Tokyo. Núna er ég hins vegar allur á batavegi (eða það finnst mér allavega, og maður á alltaf að segja eins og manni finnst) svo nú er bara á stefna á maraþonhlaup í sumar! (ég segi þetta bara svo að þeim sem efndu áramótaheit líði ekki alltof illa þegar þeir svíkja þau.)

En já, nóg komið í bili og best að snúa sér aftur að ritgerðarsmíðunum.

laugardagur, október 30, 2010

Vísindaferð 2010 - laugardagur og sunnudagur

Eftir mikið fjör kvöldið áður þá var skriðið framúr rúminu á laugardagsmorgni og farið í smá 'sightseeing'.


Hópmynd. Vantar reyndar nokkrar svefnpurrkur inn á hana.


Á rölti um bæinn.


Séð út á Towadavatn.


Síðan stigu sumir um borð í bát og tóku þessa mynd af bænum.


Og náttúrunni.


Haustlitirnir.


Í labbitúr meðfram Oirase ánni sem reyndist lengri og meiri áreynsla (10km, 3klst) en reiknað var með.


En það var mikið um fossa


og annað fallegt að sjá.


Ein mynd spes fyrir Simma: curry í hádegisverð.


Upphaf Oirase þar sem hún rennur úr Towadavatni.


Mætt um borð í bát á leið aftur til gistiheimilisins.


Þreytt en glöð eftir daginn.


Um kvöldið tók við það sama og kvöldið áður: kvöldverður, fyrirlestrar og síðan spjall og drykkja. Sumir skemmti sér líka við að spila Uno.


Stúlkurnar eru að mynda AA með fingrunum, sem er hæsta einkunnin. Aldrei að vita nema það virki.


Aðrir einbeittu sér að drykkjunni.


Hörkutólin sjö sem entust lengst fram á nótt.


Verið að bursta tennurnar eldnsmema á sunnudagsmorgni, enda beið okkur langt ferðalag aftur heim til Sendai.


Tókum okkur samt tíma til að koma við á fiskimarkaði í Hachinohe þar sem hægt var að leigja grill og malla sér á staðnum.


Um borð í lest á heimleið. Flest alveg uppgefin, en einn alveg eldhress.

Svona lauk síðan vísindaferinni þetta árið. Hvert ætli verði farið á næsta ári? Ætli maður verði samt ekki að reyna að uppfæra bloggið svona einu sinni eða tvisvar áður en kemur að þeirri sögu.

fimmtudagur, október 28, 2010

Vísindaferð 2010 - föstudagur

Já eins og ég minntist á í síðustu færslu þá var farið í árlegu vísindaferðina hjá málvísindunum núna um síðustu helgi. Í ár var farið norður til Aomori "Prefecture", nyrst á Honshu, aðaleyjunni í japanska eyjaklasanum, til Towada stöðuvatnsins sem er tólfta stærsta stöðuvatnið í Japan ef ég man rétt.

Ég hugsa að ég geri eins og í fyrra og skipti færslunum niður eftir dögum svo þetta verði viðráðanlegra, svo hér á eftir kemur fyrst föstudagurinn, og eins og áður þá reyni ég að segja söguna sem mest í myndum.

Yfirleitt er bara farið á bílum kennarana, en í ár voru svo margir með í för (32 stykki í allt) að við vorum 8 sem fengum/neyddumst til að fara með lest (og rútu síðasta spölinn). Að mörgu leyti var það skemmtilegra heldur en að fara með bíl, en jafnframt mun tímafrekara nema auðvitað að maður splæsi í hraðlestina.


Vaknaði kl. 6, mættur út á stoppistöð kl. 7 og um borð í strætó stuttu síðar þar sem ég hitti annan meðlim í lestarhópnum sem tók þessa mynd af mér.


Mætt á aðalbrautarstöðina í Sendai.


Og komin um borð í fyrstu lestina. Áttum að vera átta en eins og sést þá erum við bara sjö þarna (sex á mynd plús myndatökumaður). Einn meðlimur svaf yfir sig.


Á leið í ferðalag!


Eftir einn og hálfan tíma um borð í fyrstu lestinni og klukkutíma bið þá var loksisn farið um borð í næstu lest.
"Sérðu ekki hvítan blett í hnakka mínum, Garún, Garún?"


Hittum hóp af krökkum á leið í lautarferð.
"Þetta er annað skiptið sem ég ferðast með lest!"


Þriðja lestin og verið að gæta sér á japönskum "bento" matarbakka en það er mikil menning bundin við að borða svoleiðis um borð í (langferðar) lestum hér í Japan.


Gafst meira að segja tími til að spila Svarta Pétur.


Mætt til Towada Minami, nálægustu lestarstöðinni við Towada vatn, og beðið eftir rútu. Orðin átta þarna. Svefnpurrkan hoppaði um borð í hraðlestina og náði í skottið á okkur.


"Here's Johnny!" - einn hress um borð í rútunni.


Loksins komin til Towadavatns eftir níu klukkutíma ferðalag.


Ef það er eitthvað að marka Wikipedia þá er Towadavatn rúmir 60 ferkílómetrar, eða svipað Blöndulóni að stærð.


Loksins allir mættir á staðinn og sestir við kvöldverðarborð.


Ósköð hefbundið menu á japönsku gistiheimili.


Hressir!


Íslenska Brennivínið var auðvitað með í för.
Það heyrir til að útskriftarnemar eru með fyrirlestra eftir kvöldmat í þessum vísindaferðum, en aðallega er þetta nú bara afsökun til þess að skreppa í smá ferðalag, njóta náttúrunnar og síðan drekka vel um kvöldið.


Alltaf jafn vinsæll meðal kvenfólksins.


Armbeygjukeppni klukkan tvö að nóttu.


Uppgefin.


Viðureign númer þrjú (ef ég man rétt.)


Another one bites the dust.


Ég hugsa nú að stúlka í góðri þjálfun réði við mig...


...en ekki í þetta sinn.


Dömuflokkur.

Að lokum er hérna stutt myndband frá armbeygjukeppninni:

Uppfærsla

Jæja, mér skilst að einhver ykkar séu orðin þreytt á skautaferðinni, svo ætli það sé ekki kominn tími á smá uppfærslu hérna.

Svo ég útskýri ástæðuni fyrir skorti á uppfærslum hérna þá er það einfaldlega bara leti. Bæði er leti við að uppfæra bloggið, en síðan er það líka leti við að gera eitthvað sem er þess virði að skrifa um. Þig verðið bara að taka orð mín trúanleg að það hefur ekki verið neitt slíkt frá því að farið var á skauta.

Meistaranámið hjá mér hófst í Apríl og síðan þá hefur verið alveg nóg að gera við námið og tengt því og ekki gefist mikill tími fyrir ferðalög eða slíkt. Síðan held ég að eftir að hafa búið hérna í tæpt ár (þ.e.a.s. þegar síðasta færsla var skrifuð, núna er það yfir eitt og hálf ár) þá er ég bara sestur inn í hversdagslífið hérna. Þetta er ekki lengur eitthvað ævintýri hinum megin á hnettinum sem ég er á, þetta er orðið bara hvuntagsleikinn. Ekki að það sé alsæmt, en það bara gefur manni ekki mikið að blogga um.

Ég geri ekki ráð fyrir að það verði mikið annað uppi á spilunum á næstunni, svo ég ætla ekki að lofa einhverju um að vera duglegari við að blogga. Hins vegar þá fór ég ásamt nemendum og kennurum í málvísindunum í árlegu rannsóknarferðina núna um síðustu helgi (getið rifjast upp ferðina frá því í fyrra hérna á blogginu líka) og ég lofaði mömmu og skella allavega inn nokkrum myndum hingað. Sú færsla er á leiðinni, kannski seinna í kvöld ef ég gef mér tíma, en mér fannst ég þurfa að skrifa smá færslu hérna sem inngang að því.

Í öðrum fréttum þá mun ég kíkja heim yfir jól og áramót og vonast ég til þess að hitta ykkur sem flest þá - ef það er þá ennþá einhver sem kíkir hingað.

miðvikudagur, febrúar 24, 2010

Skautaferð

Núna um daginn skruppum við (við rannsóknarnemarnir 3 og ein stelpa líka úr málvísindunum) á skauta, sem ég hafði ekki gert í mörg mörg ár. Held ég hafi síðast farið einhvern tíman þegar að það var nýbúið að byggja yfir skautasvellið í Laugardalnum, hvenær sem það nú var.
Nú þetta byrjaði reyndar og endaði með hjólaferð, en það tók um 1 tíma hvora leið að skautahöllinni. Síðan reimaði maður bara á sig skautana og fór af stað.



Ég skal nú alveg viðurkenna að ég var svolítið valtur í upphafi...



...en þetta er nú bara eins og það að hjóla held ég, ef maður hefur lært það eini sinni þá er gleymir maður því aldrei og það leið ekki lengi þangað til ég var orðinn bara ansvilli flinkur þó ég segi nú sjálfur frá.



Kók-auglysingin í bakgrunni tekur sig bara einkar vel út finnst mér.

Hópmyndir:





Eftir að hafa rennt okkur um á skautunum að hjartans lyst í hátt í 3 tíma að ég held þá var tími til kominn að hjóla aftur löngu leiðina heim. En fyrst var komið við á færibanda-sushi veitingastað og fengið sér gott í gogginn. Þar fengu sér sumir krabbasúpu sem innihélt hálft kvikindi, en svona eftirá þá get ég varla sagt að það pinkulitla kjöt sem kom út úr greyinu hafi verið vinnunnar virði