Vorfrí
Núna áðan var ég að leggja lokahönd á og skila inn síðustu ritgerðinni fyrir þessa önn, sem er því lokið fyrir mína hönd.
Það þýðir líka að fyrsta árinu í meistaranáminu er lokið og bara rétt rúmir 10 mánuðir í skil á meistararitgerð.
Ég er því kominn í vorfrí þar til næsta skólaár hefst í byrjun apríl, þó það sé nú álíka asnalegt hérna í Japan og þarna heima að kalla febrúar vor. Þetta er semsagt um tveggja mánaða frí en það þýðir ekki að ég verði í einhverri afslöppun hérna, heldur þar ég að fara að huga að mínum eigin rannsóknum ef ég á nú að geta ungað út meistararitgerð, en það hefur fengið að sitja á hakanum núna í vetur því það hefur verið nóg að gera í námskeiðum og ýmsu öðru.
Fyrir utan þetta er ekki mikið annað að frétta enda hefur verið nóg að gera hérna eftir heimferðina um jólin. Það er kannski helst að ég gerðist meðlimur í líkamsræktarstöð um daginn í þeim tilgangi að reyna að styrkja á mér vinstri löppina eftir meiðslin og aðgerðina um jólin. Fyrsta daginn var ég settur í svona líkamsmælingu þar sem undraverð græja mældi fitumagn og vöðvamagn og ýmislegt annað, og kom þá í ljós að ég er algjör meðalmaður, við eða rétt við viðmiðunargildi í öllu liggur við. Það var hálfgert sjokk að heyra það, enda heldur maður auðvitað alltaf að maður sé svo spes. Liggur við að ég hefði heldur viljað heyra að ég væri aumasta vera sem hefði skriðið þarna inn bara til þess að fá að halda í þá trú. Nú er bara að taka vel á því, og markmiðið er að slá út Íslandsvininn Markus Ruhl innan tveggja mánaða! (Þess má til gamans geta að ég er þeirrar trúar að maður eigi alltaf að setja markmið sín alltof fáránlega hátt, því þá þarf manni ekki að liða of illa þegar manni tekst ekki að standa við þau.)
Það þýðir líka að fyrsta árinu í meistaranáminu er lokið og bara rétt rúmir 10 mánuðir í skil á meistararitgerð.
Ég er því kominn í vorfrí þar til næsta skólaár hefst í byrjun apríl, þó það sé nú álíka asnalegt hérna í Japan og þarna heima að kalla febrúar vor. Þetta er semsagt um tveggja mánaða frí en það þýðir ekki að ég verði í einhverri afslöppun hérna, heldur þar ég að fara að huga að mínum eigin rannsóknum ef ég á nú að geta ungað út meistararitgerð, en það hefur fengið að sitja á hakanum núna í vetur því það hefur verið nóg að gera í námskeiðum og ýmsu öðru.
Fyrir utan þetta er ekki mikið annað að frétta enda hefur verið nóg að gera hérna eftir heimferðina um jólin. Það er kannski helst að ég gerðist meðlimur í líkamsræktarstöð um daginn í þeim tilgangi að reyna að styrkja á mér vinstri löppina eftir meiðslin og aðgerðina um jólin. Fyrsta daginn var ég settur í svona líkamsmælingu þar sem undraverð græja mældi fitumagn og vöðvamagn og ýmislegt annað, og kom þá í ljós að ég er algjör meðalmaður, við eða rétt við viðmiðunargildi í öllu liggur við. Það var hálfgert sjokk að heyra það, enda heldur maður auðvitað alltaf að maður sé svo spes. Liggur við að ég hefði heldur viljað heyra að ég væri aumasta vera sem hefði skriðið þarna inn bara til þess að fá að halda í þá trú. Nú er bara að taka vel á því, og markmiðið er að slá út Íslandsvininn Markus Ruhl innan tveggja mánaða! (Þess má til gamans geta að ég er þeirrar trúar að maður eigi alltaf að setja markmið sín alltof fáránlega hátt, því þá þarf manni ekki að liða of illa þegar manni tekst ekki að standa við þau.)